Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. júní 2024

Um þess­ar mund­ir sækja stjórn­end­ur í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar ásamt starfs­fólki af vel­ferð­ar-, fræðslu- og frí­stunda­sviði nám­skeið sem kallast Soli­hull að­ferð­in. Soli­hull að­ferð­in hef­ur ver­ið þró­uð í Soli­hull í Bretlandi og er við­ur­kennd, áhrifa­rík og sam­stæð leið fyr­ir fag­hópa sem vinna með börn og fjöl­skyld­ur þeirra, svo sem starfs­fólk skóla og skóla­þjón­ustu ásamt starfs­fólki í heil­brigð­is- og fé­lags­þjón­ustu. Meg­in­inn­tak að­ferð­ar­inn­ar er leið til að að skilja áhrif sam­skipta á heilsu, vellíð­an og af­leið­ing­ar áfalla.

Að þessu sinni taka 50 starfs­menn skóla og fé­lags­þjón­ustu nám­skeið­in og reikn­að er með að fleiri taki þau í haust.

Nám­skeið­in eru hluti af inn­leið­ingu Mos­fells­bæj­ar á lög­um um sam­þætta þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna. Meg­in­markmið lag­anna um far­sæld barna er að búa til um­gjörð sem stuðl­ar að því að börn og for­eldr­ar sem á þurfa að halda hafi að­g­ang að sam­þættri þjón­ustu við hæfi án hindr­ana. Hér get­ur t.d. ver­ið um að ræða sam­þætta þjón­ustu skóla-, fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Soli­hull nám­skeið­in eru hald­in sér­stak­lega fyr­ir starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og þau eru unn­in í sam­starfi við Geð­vernd­ar­fé­lag Ís­lands sem m.a. legg­ur til leið­bein­end­ur. Geð­vernd­ar­fé­lag­ið býð­ur einn­ig upp á opin nám­skeið sem all­ir fag­að­il­ar geta skráð sig á.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00