Starfsfólk eru í óða önn að vinna við hálkueyðingu í bænum og í forgangi er að tryggja sem fyrst greiða umferð um þær götur og stíga sem mikilvægastar eru til samgangna. Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs í þjónustu, ásamt tengistígum í hverfum og göngustígum að skólum. Vinna við snjómokstur og hálkueyðingu hefst um kl. 4 – 5 að nóttu til að tryggja að helstu götur og stígar séu færir þegar fólk fer til vinnu og skóla. Um helgar getur þessi vinna þó hafist síðar af tillitssemi við íbúa til að raska ekki ró of snemma morguns.
Sandur og salt
Íbúar geta sótt sand og/eða salt til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn/saltið.
Kort af götum og stígum
Hægt er að sjá staðsetningu gatna og stíga í forgangi á Kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Samgöngur > Snjómokstur/Hálkueyðing og svo er hægt að velja að sjá götur og stíga o.s.frv.
Tengt efni
Snjómokstur og hálkueyðing
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.