Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. desember 2024

Starfs­fólk eru í óða önn að vinna við hálku­eyð­ingu í bæn­um og í for­gangi er að tryggja sem fyrst greiða um­ferð um þær göt­ur og stíga sem mik­il­væg­ast­ar eru til sam­gangna. Stofn­braut­ir, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur njóta for­gangs í þjón­ustu, ásamt teng­i­stíg­um í hverf­um og göngu­stíg­um að skól­um. Vinna við snjómokstur og hálkueyðingu hefst um kl. 4 – 5 að nóttu til að tryggja að helstu götur og stígar séu færir þegar fólk fer til vinnu og skóla. Um helgar getur þessi vinna þó hafist síðar af tillitssemi við íbúa til að raska ekki ró of snemma morguns.

Sandur og salt

Íbú­ar geta sótt sand og/eða salt til að bera á plön og stétt­ir við heima­hús, hjá Þjón­ustu­stöð­inni við Völu­teig 15. Nauð­syn­legt er að koma með poka eða ílát und­ir sand­inn/salt­ið.

Kort af götum og stígum

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í for­gangi á Kortavef Mosfellsbæjar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Sam­göng­ur > Snjómokst­ur/Hálku­eyð­ing og svo er hægt að velja að sjá göt­ur og stíga o.s.frv.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00