Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2023

Mos­fells­bær hef­ur und­an­farin ár boð­ið upp á leik­skóla­þjón­ustu fyr­ir yngsta ald­urs­hóp­inn sem er orð­inn 12 mán­aða eða eldri þeg­ar skólast­arf hefst í ág­úst ár hvert.

Til þess að geta stað­ið við þess­ar áhersl­ur í þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins hef­ur fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt að leita samn­inga við LFA (Leik­skóli fyr­ir alla) um allt að 50 leik­skóla­pláss frá og með ág­úst 2023.

Mik­il fjölg­un barna hef­ur átt sér stað í Mos­fells­bæ und­an­far­ið ár og börn í Mos­fells­bæ fædd árið 2021 urðu fleiri en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Þá hef­ur flutn­ing­ur eldri barna í bæj­ar­fé­lag­ið ver­ið um­tals­verð­ur og við þess­ari stöðu er brugð­ist með­al ann­ars með samn­ing­um við LFA.

Mos­fells­bær er nú þeg­ar með samn­ing við LFA um leik­skóla­pláss og nú á vorönn eru í Korpu­koti og Fossa­koti í heild 22 mos­fellsk börn.

Nýr samn­ing­ur mun fela í sér út­víkk­un á gild­andi samn­ingi og mark­mið­ið er að tryggja það þjón­ustust­ig sem Mos­fells­bær hef­ur tek­ið ákvarð­an­ir um gagn­vart yngstu íbú­um Mos­fells­bæj­ar og fjöl­skyld­um þeirra.

Gert er ráð fyr­ir að allt að 110 börn sem verða 12 mán­aða eða eldri fái leik­skóla­pláss í haust í leik­skól­um í Mos­fells­bæ eða í Korpu­koti. Þá eru starf­andi dag­for­eldr­ar í Mos­fells­bæ og Mos­fells­bær nið­ur­greið­ir vist­un­ar­gjöld­in þann­ig að for­eldr­ar greiða sama gjald hjá dag­for­eldr­um og væru þeir með börn sín í leik­skóla. Í heild eru 820 börn í leik­skól­um eða hjá dag­for­eldr­um í Mos­fells­bæ.

Bæj­ar­ráð sam­þykkti nú í mars að bjóða út bygg­ingu 150 barna leik­skóla í Helga­fellslandi sem mun mæta þörf­um vegna sís­tækk­andi barna­sam­fé­lags í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00