Nú stendur yfir vinna við að kortleggja hvar í gatna- og stígakerfi bæjarins sé einkum þörf á úrbótum á aðgengi.
Í þeirri vinnu felst meðal annars að kanna hvar vanti leiðarlínur og áherslufleti við gangbrautir, hvar vanti lækkanir á kantsteinum og hvar aðgengi á strætóbiðstöðvum er ábótavant. Samhliða verður hafist handa við gerð aðgengisúttektar fyrir allar opinberra byggingarMosfellsbæjar.
Unnið er að ýmsum úrbótum á aðgengi sem flokkast sem öryggisaðgerðir. Má þar nefna uppsetningu rafdrifinna hurðaropnara í byggingum bæjarins og hindranir við bílastæði við Þverholt 2 málaðir í gulum lit með það að markmiði að auka öryggi og efla sjálfstæði sjónskertra íbúa. Vinna við endurhönnun klefa fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug stendur yfir í kjölfar ábendinga notenda.
Íbúar eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri um bætt aðgengi á opinberum stöðum í sveitarfélaginu í gegnum ábendingakerfið.
Einnig er hægt að senda ábendingar á aðgengisfulltrúa Mosfellsbæjar, Maríu Rakel Magnúsdóttur, á netfangið maria.rakel[hja]mos.is.
Tengt efni
Salt fyrir íbúa á fjórum stöðum
Gatna- og stígahreinsun í Mosfellsbæ 15. - 24. apríl 2024
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttir og götur bæjarins.
Mosfellsbær verður grænni og sjálfbærari
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.