Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2022

Nú stend­ur yfir vinna við að kort­leggja hvar í gatna- og stíga­kerfi bæj­ar­ins sé einkum þörf á úr­bót­um á að­gengi.

Í þeirri vinnu felst með­al ann­ars að kanna hvar vanti leið­ar­lín­ur og áherslufleti við gang­braut­ir, hvar vanti lækk­an­ir á kant­stein­um og hvar að­gengi á strætóbið­stöðv­um er ábóta­vant. Sam­hliða verð­ur haf­ist handa við gerð að­geng­isút­tekt­ar fyr­ir all­ar op­in­berra bygg­ing­arMos­fells­bæj­ar.

Unn­ið er að ýms­um úr­bót­um á að­gengi sem flokkast sem ör­yggis­að­gerð­ir. Má þar nefna upp­setn­ingu raf­drif­inna hurð­aropn­ara í bygg­ing­um bæj­ar­ins og hindr­an­ir við bíla­stæði við Þver­holt 2 mál­að­ir í gul­um lit með það að mark­miði að auka ör­yggi og efla sjálf­stæði sjónskertra íbúa. Vinna við end­ur­hönn­un klefa fyr­ir hreyfi­haml­aða í Lága­fells­laug stend­ur yfir í kjöl­far ábend­inga not­enda.

Íbú­ar eru hvatt­ir til að koma ábend­ing­um á fram­færi um bætt að­gengi á op­in­ber­um stöð­um í sveit­ar­fé­lag­inu í gegn­um ábend­inga­kerf­ið.

Einn­ig er hægt að senda ábend­ing­ar á að­geng­is­full­trúa Mos­fells­bæj­ar, Maríu Rakel Magnús­dótt­ur, á net­fang­ið maria.rakel[hja]mos.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00