Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.
Myndin sýnir þrjár nýjar sendibifreiðar sem ganga fyrir rafmagni og eina flokkabifreið sem gengur fyrir metani.
Innkaupin voru boðin út á árinu og voru til þess fallin að skipta út eldri bifreiðum þjónustustöðvar, Eignasjóðs og Mosfellsveitna sem þjónað hafa stofnunum bæjarins og bæjarbúum.