Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttir og götur bæjarins.
Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda.
Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Enn fremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsfólk þjónustumiðstöðvar í síma 525-6700 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.
Eftirtalda daga verða gatnahreinsunarfólk að störfum í hverfunum. Þá verða gangstéttir og götur þvegnar og sópaðar:
- 15. apríl – Reykja og Krikahverfi
- 16. og 17. apríl – Teiga- og Helgafellshverfi
- 18. apríl – Holtahverfi
- 19. apríl – Tangahverfi
- 22. apríl – Hlíða- og Hlíðartúnshverfi
- 23. apríl – Höfðahverfi
- 24. apríl – Leirvogstunguhverfi
Gleðilegt sumar!
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Tengt efni
Salt fyrir íbúa á fjórum stöðum
Mosfellsbær verður grænni og sjálfbærari
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.
Unnið að bættu aðgengi allra í Mosfellsbæ
Nú stendur yfir vinna við að kortleggja hvar í gatna- og stígakerfi bæjarins sé einkum þörf á úrbótum á aðgengi.