Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, gefst ungu fólki kostur á að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo út verði fullskapað tónverk. Tónverkið er svo flutt í Hörpu í samstarfi við nemendur í Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólki á tónleikum Upptaktsins, sem fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024.
Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi sem þau kjósa: á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift.
Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annað hvort einleiks- og samleiksverk fyrir allt að 7 flytjendur. Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar 2024.
Áhersla er lögð á að hvetja ungmenni til að semja sína tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Börnin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands auk þess að vinna að útsetningum verkanna undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar.
Á vef Upptaktsins má finna frekari upplýsingar auk skemmtilegra mynda og myndbanda þar sem verk fyrri ára eru kynnt.
Foreldrar- og forráðamenn eru eindregið hvattir til að upplýsa, aðstoða og hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í þessu skapandi og skemmtilega tónsmíðaverkefni.