Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. janúar 2024

Skila­frest­ur hug­mynda er til 21. fe­brú­ar nk.

Með Upp­takt­in­um, Tón­sköp­un­ar­verð­laun­um barna og ung­menna, gefst ungu fólki kost­ur á að senda inn eig­in tón­smíð og móta hana svo út verði full­skap­að tón­verk. Tón­verk­ið er svo flutt í Hörpu í sam­starfi við nem­end­ur í Lista­há­skóla Ís­lands og at­vinnu­tón­listar­fólki á tón­leik­um Upp­takts­ins, sem fara fram á opn­un­ar­degi Barna­menn­ing­ar­há­tíð­ar í Hörpu 24. apríl 2024.

Ung­menni í 5.-10. bekk geta sent inn hug­mynd­ir að tón­smíð­um í því formi sem þau kjósa: á upp­töku eða með hefð­bund­inni eða óhefð­bund­inni nótna­skrift.

Lengd tón­verks skal vera 1-5 mín­út­ur að há­marki, ann­að hvort ein­leiks- og sam­leiksverk fyr­ir allt að 7 flytj­end­ur. Skila­frest­ur hug­mynda er til og með 21. fe­brú­ar 2024.

Áhersla er lögð á að hvetja ung­menni til að semja sína tónlist og styðja þau í full­vinnslu hug­mynd­ar. Börn­in sem kom­ast áfram taka þátt í tón­list­arsmiðju með nem­end­um í skap­andi tón­list­ar­miðlun við Lista­há­skóla Ís­lands auk þess að vinna að út­setn­ing­um verk­anna und­ir leið­sögn nem­enda tón­smíða­deild­ar.

Á vef Upp­takts­ins má finna frek­ari upp­lýs­ing­ar auk skemmti­legra mynda og mynd­banda þar sem verk fyrri ára eru kynnt.

For­eldr­ar- og for­ráða­menn eru ein­dreg­ið hvatt­ir til að upp­lýsa, að­stoða og hvetja börn og ung­menni til að taka þátt í þessu skap­andi og skemmti­lega tón­smíða­verk­efni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00