Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu verða tónverkin flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku. Tónleikar Upptaktsins 2025 verða haldnir í Norðurljósum í Hörpu 11. apríl 2025.
- Börnum og ungmönnum í 5.-10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum og senda inn tónsmíð óháða tónlistarstíl.
- Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 7 flytjendur.
Hugmyndir skulu berast fyrir 21. febrúar 2025 á netfangið upptakturinn@gmail.com með nafni höfundar, aldri, símanúmeri, netfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu á nótum og/eða mp3 hljóðskrá.
Nánari upplýsingar:
Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands. Í samstarfi við Upptaktinn eru einnig Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlistarmiðstöð Austurlands, Garðabær, Borgarbyggð, Mosfellsbær, Kópavogsbær og Menningarfélag Akureyrar.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.