Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. október 2017

Ung­menna­hús Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið opn­að í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ.

Þar er vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 16-25 ára að hitt­ast og byggja upp öfl­ugt og fjöl­breytt fé­lags­st­arf. Markmið Ung­menna­húss­ins eru með­al ann­ars að veita ungu fólki að­stöðu og að­stoð við að koma hug­mynd­um sín­um í fram­kvæmd. Bjóða upp á heil­brigð­an og vímu­efna­laus­an val­kost til af­þrey­ing­ar ásamt því að opna á tæki­færi fyr­ir ungt fólk fyr­ir Evr­ópu­sam­st­arf.

Nú þeg­ar hef­ur ver­ið stofn­að hús­ráð sem hef­ur fjöl­breytt hlut­verk. Sem dæmi má nefna skipu­lagn­ingu opn­un­ar­tíma, um­sjón við­burða ásamt því að hvetja ungt fólk til áhrifa í Mos­fells­bæ. Hús­ráð­ið er opið fyr­ir alla og fund­ar aðra hverja viku og eru fund­ir aug­lýst­ir á face­book­síðu Ung­menna­húss­ins. All­ir sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta og hafa áhrif á hvað er gert fyr­ir ungt fólk í Mos­fells­bæ eru hvatt­ir til að mæta.

Góð mæt­ing var á fyrsta við­burði Ung­menna­húss­ins þann 4. októ­ber í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ. Far­ið var í lasertag og boð­ið upp á  grill­aða ham­borg­ara.

Ef þú ert á aldr­in­um 16-25 og vilt vera með í að móta starf­sem­ina þá hvetj­um við þig til að kynna þér fé­lags­starf­ið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00