Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. nóvember 2022

Hátt í 200 ung­menni úr Varmár­skóla og Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ unnu sam­an í dag, á al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi gegn einelti, á vel heppn­uðu nem­enda­þingi um einelti.

Nem­enda­þing­ið er lið­ur í að vekja bæði nem­end­ur og sam­fé­lag­ið allt til vit­und­ar um einelti, or­sak­ir þess og áhrif, og hvern­ig má koma í veg fyr­ir það. Einn­ig eru skýr mennt­un­ar­leg markmið með þing­inu.

Það voru nem­end­ur í 5. og 6. bekk Varmár­skóla sem báru hit­ann og þung­ann af um­ræð­um dag­ins, und­ir styrkri stjórn sam­ræð­u­stjóra sem eru nem­end­ur í upp­eld­is- og fé­lags­fræði­á­föng­um í FMos.

Þetta er senni­lega í fyrsta sinn í ís­lenskri skóla­sögu sem nem­end­ur úr yngri hluta grunn­skól­ans eiga í við­líka sam­starfi við fram­halds­skóla­nem­end­ur um svo mik­il­vægt sam­fé­lags­legt mál­efni. ,,Það var frá­bært að fylgjast með krökk­un­um ræða sam­an um þetta mik­il­væga mál­efni, þeir voru mál­efna­leg­ir og leit­uðu lausna. Við full­orðna fólk­ið get­um horft bjart­sýn til fram­tíð­ar­inn­ar í boði þessa unga fólks.”

Þing­ið er þó ekki ein­göngu mik­il­vægt inn­legg í sam­fé­lagsum­ræðu síð­ustu vikna, en einelti og áhrif þess hafa far­ið hátt í um­fjöllun fjöl­miðla. Einelti er sam­fé­lags­mein sem fyr­ir­finnst á allt of mörg­um stöð­um. Þeg­ar hóp­ar fólks koma sam­an til að ræða leið­ir til að vinna gegn einelti leið­ir sam­ræð­an til auk­ins skiln­ings og verð­ur þann­ig breyt­inga­afl í sjálfu sér.

Mennt­un­ar­lega markmið þings­ins eru skýr fyr­ir nem­end­ur beggja skóla. Fyrst má nefna það að þjálfa nem­end­ur í lýð­ræð­is­leg­um vinnu­brögð­um. Á þing­inu ræddu nem­end­ur mik­il­vægt sam­fé­lags­leg mál­efni og skipu­lögðu í sam­ein­ingu að­gerð­ir til um­bóta. Með þátt­töku í sam­ræð­um þar sem þess er gætt að all­ir geti lát­ið skoð­un sína í ljós og að nið­ur­stað­an verði hag­stæð fyr­ir alla þátt­tak­end­ur, fá nem­end­ur til­finn­ingu fyr­ir því að þeir geti haft mót­andi áhrif á eig­in fram­tíð og verða þann­ig skap­andi gerend­ur í eig­in um­hverfi. Sam­ræð­u­stjór­ar taka aukna ábyrgð og efla þann­ig vit­und sína um mögu­leika til áhrifa.

„Við í Varmár­skóla og F-Mos höf­um trú á því að þeir sem nú eru nem­end­ur hafi mikla mögu­leika á að breyta fram­tíð­inni. Ein mann­eskja sem hef­ur ákveð­ið að hafa já­kvæð áhrif í um­hverfi sínu hef­ur þar með áhrif á svo ótal marga og get­ur orð­ið hreyfiafl fyr­ir stór­tæk­ar breyt­ing­ar. Hvað þá ef hátt í 200 ung­ar mann­eskj­ur fara af stað út í heim­inn með slíkt hug­ar­f­ar. Það er okk­ar markmið, því við vit­um að þeir sem eru ungt fólk í dag, er fólk­ið sem mun stýra fram­tíð­inni. Ef við get­um kennt þeim leið­ir til að taka góð­ar ákvarð­an­ir fyr­ir sam­fé­lag­ið höf­um við lagt okk­ar af mörk­um til fram­fara.”

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00