Fimm skólar eða aðrar menntastofnanir eru tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur og hefur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hlotið tilnefningu ásamt Brekkubæjarskóla á Akranesi, Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi og Bungubrekku, frístundamiðstöð Hveragerðisbæjar.
FMOS er tilnefndur fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluaðferða og leiðsagnarnáms. Skólinn er leiðandi í þeirri hugmyndafræði en hún byggir á að virkja nemendur til þátttöku og að koma til móts við þarfir þeirra allra.
Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í nóvember.
Tengt efni
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.
Svefn er gulls ígildi - Fyrirlestur 11. október kl. 19:30
FMOS og Félagsmiðstöðin Ból í samvinnu við ÍSÍ #beactive bjóða foreldrum og öllum sem vilja á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda Betri svefns.
Ókeypis tónleikar í FMOS í dag kl. 18:00
Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar býður upp á ókeypis tónleika í FMOS í dag, þriðjudaginn 9. nóvember, kl. 18:00.