Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. febrúar 2023

Mos­fells­bær hef­ur feng­ið sam­þykkta beiðni um und­an­þágu hjá stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu frá verk­falls­að­gerð­um.

Und­an­þág­urn­ar tengjast starf­semi sem er háð ol­íu­dreif­ingu og varð­ar al­manna­ör­yggi í Mos­fells­bæ. Óskað var eft­ir und­an­þágu vegna snjómokst­urs og hálku­varna til að tryggt sé að sjúkra­bíl­ar, slökkvi­bíl­ar og lög­regla kom­ist um sveit­ar­fé­lag­ið og geti sinnt störf­um sín­um inn­an sveit­ar­fé­lags­ins.

Und­an­þága var einn­ig gef­in vegna heimsend­ing­ar á mat til eldri borg­ara í Mos­fells­bæ og skóla­akst­urs sem bygg­ist á lög­um grunn­skóla og nær til nem­enda sem búa í meira en 1,5 km fjar­lægð eða fjær frá hverf­is­skóla.

Þá bíða af­greiðslu beiðn­ir Mos­fells­bæj­ar um und­an­þágu fyr­ir starf­semi sem teng­ist veitu­kerfi bæj­ar­ins tengt eft­ir­liti og við­haldi, þjón­ustu áfanga­heim­il­is fyr­ir geð­fatl­aða og akst­urs á mat til tveggja grunn­skóla í Mos­fells­bæ þ.e. Varmár­skóla og Kvísl­ar­skóla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00