Mosfellsbær hefur fengið samþykkta beiðni um undanþágu hjá stéttarfélaginu Eflingu frá verkfallsaðgerðum.
Undanþágurnar tengjast starfsemi sem er háð olíudreifingu og varðar almannaöryggi í Mosfellsbæ. Óskað var eftir undanþágu vegna snjómoksturs og hálkuvarna til að tryggt sé að sjúkrabílar, slökkvibílar og lögregla komist um sveitarfélagið og geti sinnt störfum sínum innan sveitarfélagsins.
Undanþága var einnig gefin vegna heimsendingar á mat til eldri borgara í Mosfellsbæ og skólaaksturs sem byggist á lögum grunnskóla og nær til nemenda sem búa í meira en 1,5 km fjarlægð eða fjær frá hverfisskóla.
Þá bíða afgreiðslu beiðnir Mosfellsbæjar um undanþágu fyrir starfsemi sem tengist veitukerfi bæjarins tengt eftirliti og viðhaldi, þjónustu áfangaheimilis fyrir geðfatlaða og aksturs á mat til tveggja grunnskóla í Mosfellsbæ þ.e. Varmárskóla og Kvíslarskóla.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði