Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. ágúst 2023

Mos­fells­bær og Al­efli ehf. hafa und­ir­ritað verk­samn­ing um bygg­ingu leik­skóla í Helga­fellslandi.

Um er að ræða upp­steypu og fulln­að­ar­frág­ang á um 1680 m2 leik­skóla og til­heyr­andi lóð að Vefara­stræti 2-6.

Mark­mið­ið er að byggja hag­kvæm­an og vel út­færð­an leik­skóla sem mæt­ir þörf­um metn­að­ar­fulls leik­skólastarfs og mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Leik­skól­inn verði hag­kvæm­ur í rekstri, að hljóð­vist, lýs­ing og loft­gæði verði sem best og bygg­ing­in í heild sinni falli þann­ig að um­hverfi sínu að auð­velt sé að tengja sam­an skólast­arf, nátt­úru, um­hverfi og sam­fé­lag.

Vinna Al­efl­is felst í að steypa upp leik­skól­ann, fram­kvæma nauð­syn­leg­ar fyll­ing­ar inn­an lóð­ar og mann­virkja ásamt því að loka og klára hús­ið að fullu að inn­an og utan.

Lóð leik­skól­ans verð­ur við opn­un full­klár­uð með leik­tækj­um, bíla­plani og göngu­leið­um og skal verk­inu að fullu lok­ið 1. maí 2025.


Á mynd­inni eru Regína Ás­valds­dótt­ir, Magnús Þór Magnús­son, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir, Jó­hanna B. Han­sen, Ósk­ar Gísli Sveins­son og Helga Hann­es­dótt­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00