Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2010

Fé­lags- og trygg­inga­mála­ráð­herra og bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar­und­ir­rit­uðu í dag samn­ing um bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is í Mos­fells­bæ.

Ráð­gert er að hefja fram­kvæmd­ir í sum­ar og að heim­il­ið verði tek­ið í notk­un vor­ið 2012.

Í samn­ingn­um er gert ráð fyr­ir að Mos­fells­bær taki að sér að hanna og byggja 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili við Hlað­hamra í Mos­fells­bæ. Mos­fells­bær legg­ur jafn­framt til lóð und­ir bygg­ing­una. Fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­ið mun á 40 árum greiða Mos­fells­bæ hlut­deild í húsa­leigu vegna hús­næð­is sem ígildi stofn­kostn­að­ar. Fé­lags- og trygg­inga­mála­ráð­herra gekkst ný­lega fyr­ir laga­breyt­ingu sem heim­il­ar Íbúðalána­sjóði að lána sveit­ar­fé­lög­um fyr­ir öll­um bygg­inga­kostn­aði hjúkr­un­ar­heim­ila og er fram­kvæmd­in í Mos­fells­bæ byggð á þeim grunni.

Níu sveit­ar­fé­lög hafa átt í við­ræð­um við rík­ið um bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is og hef­ur Mos­fells­bær ver­ið í for­svari fyr­ir þau.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar sagði við und­ir­rit­un­ina í dag: “Með til­komu hjúkr­un­ar­heim­il­is ræt­ist lang­þráð­ur draum­ur Mos­fell­inga, en bæj­ar­yf­ir­völd hafa frá ár­inu 1998 leitað sam­þykk­is ráðu­neyt­is­ins um heim­ild til bygg­ing­ar og rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is. Með til­komu heim­il­is­ins verð­ur síð­asti hlekk­ur­inn í mik­il­vægri þjón­ustu­keðju við íbúa að veru­leika.”

Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­mála­ráð­herra sagði við þetta tæki­færi að einkar ánægju­legt væri að nú yrði af þess­um lang­þráðu fram­kvæmd­um. Löngu væri tíma­bært að hefja end­ur­bygg­ingar­átak og sér­stak­lega ánægju­legt væri að hægt væri að hleypa því af stokk­un­um á tím­um þreng­inga í efna­hags­líf­inu. Framund­an væri upp­bygg­ing 360 rýma sem kall­aði á 1200 ár­sverk í upp­bygg­ing­unni, vítt og breitt um land­ið. Með þessu átaki ná­ist að loka öll­um tví- og þrí­býl­um á hjúkr­un­ar­heim­il­um og að­staða þeirra sem þjón­ust­una njóta þann­ig bætt til muna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00