Mosfellsbær vinnur að LED-væðingu götulýsingar með því að skipta út eldri lömpum fyrir LED-lýsingu. Verktakar hafa þegar hafið vinnu við að uppsetningu nýrra lampa í hverfum bæjarins, áætlun gerir ráð fyrir að uppsetningu verði lokið 2027. Lýsingin er bjartari og umhverfisvænni og er liður í umhverfisstefnu bæjarins. LED-ljós hafa lengri endingartíma, skila jafnari og skýrari birtu sem eykur öryggi vegfarenda.
Stefnt er á forritun lýsingar í bænum 2026 en með forritun opnast möguleiki á mælanlegum ávinningi með því að aðlaga lýsingu að umferð að næturlagi og forrita lýsingu eftir birtuskilyrðum yfir daginn.
Mosfellsbær þakkar íbúum fyrir jákvæð viðbrögð og þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur. Með þessu skrefi stuðlum við að sjálfbærari og hagkvæmari lýsingu til framtíðar.