Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2025

Fyr­ir­hug­að­ar stór­fram­kvæmd­ir á veitu­kerfi í Lág­holti.

Mos­fells­bær, Míla og Veit­ur ohf. hyggjast end­ur­nýja all­ar hita-, vatns-, götu­lýs­ing­ar-, fjar­skipta-, raf­magns- og frá­veitu­lagn­ir í Lág­holti á kom­andi mán­uð­um. Við svo um­fangs­mikla fram­kvæmd verð­ur ekki hjá því kom­ist að rask eigi sér stað á götu, gang­stétt­um og íbúða­lóð­um í göt­unni á með­an lag­fær­ing á sér stað og bein­ast upp­lýs­ing­ar þess­ar til hús­eig­enda og íbúa við göt­una. Stefnt er á að fram­kvæmd­irn­ar hefj­ist í apríl 2025.

Upp­lýs­inga­fund­ur um fram­kvæmd­ina verð­ur hald­inn í Hlé­garði þann 13. mars kl. 16:00. Eru hús­eig­end­ur og íbú­ar hvatt­ir til að mæta á fund­inn.

Mos­fells­bær mun upp­lýsa hús­eig­end­ur og íbúa um nán­ari út­færslu fram­kvæmd­ar­inn­ar áður en hún hefst en verk­inu verð­ur skipt upp í fjóra áfanga.

Á með­an á fram­kvæmd stend­ur við hvern áfanga fyr­ir sig má bú­ast við tölu­verðu raski við þann hluta göt­unn­ar sem und­ir er hverju sinni, en að­gengi hús­eig­enda og íbúa að heim­il­um sín­um verð­ur tryggt á með­an fram­kvæmd stend­ur. Þó verð­ur nauð­syn­legt að tak­marka að­gengi bif­reiða um fram­kvæmda­svæði á með­an á fram­kvæmd­um stend­ur og þá verða bíla­stæði tak­mörk­uð.

Fullt sam­ráð verð­ur haft við hús­eig­end­ur um teng­ing­ar lagna inn í hús og um frá­g­ang hvers kon­ar rasks sem verða kann inn­an lóða.

Mos­fells­bær biðst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um sem fyr­ir­sjá­an­legt er að fram­kvæmd­in muni valda íbú­um við göt­una.


Með­fylgj­andi eru skýr­ing­ar­mynd­ir af fyr­ir­hug­aðri áfanga­skipt­ingu fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Áfangi 1: Lág­holt 1 – 7. Fyr­ir­hug­uð að­koma íbúa verð­ur um Skeið­holt á með­an fram­kvæmt er á blá-yf­ir­strik­aða svæð­inu.

Áfangi 2: Lág­holt 7 – 13. Fyr­ir­hug­uð að­koma íbúa verð­ur um Skeið­holt og hjá­leið um Skóla­braut á með­an fram­kvæmt er á blá-yf­ir­strik­aða svæð­inu.

Áfangi 3: Lág­holt 13 – 19. Fyr­ir­hug­uð að­koma íbúa verð­ur um Skeið­holt og hjá­leið um Skóla­braut á með­an fram­kvæmt er á blá-yf­ir­strik­aða svæð­inu.

Áfangi 4: Lág­holt 19 – 23. Fyr­ir­hug­uð að­koma íbúa verð­ur um hjá­leið við Skóla­braut á með­an fram­kvæmt er á blá-yf­ir­strik­aða svæð­inu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00