Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skólum eða í samstarfi á milli skóla.
Heildarframlag sjóðsins árið 2023 eru tvær milljónir og í ár er áherslan lögð á stoðir nýrrar menntastefnu sem eru vöxtur, fjölbreytni, samvinna.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl og sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Sækja um á þjónustugátt:
Samkvæmt reglum sjóðsins er úthlutað einu sinni á ári.
Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði velferðarmála í Mosfellsbæ.
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2023
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2023.
Styrkir úr Klörusjóði afhentir
Þriðjudaginn 20. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.