Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skólum eða í samstarfi á milli skóla.
Heildarframlag sjóðsins árið 2023 eru tvær milljónir og í ár er áherslan lögð á stoðir nýrrar menntastefnu sem eru vöxtur, fjölbreytni, samvinna.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl og sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Sækja um á þjónustugátt:
Samkvæmt reglum sjóðsins er úthlutað einu sinni á ári.
Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2023 - Hægt að sækja um til og með 1. mars
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2023.
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2023 - Umsóknarfrestur til 2. mars
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2023 - Umsóknarfrestur til 1. mars
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2023.