Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skólum eða í samstarfi á milli skóla.
Heildarframlag sjóðsins árið 2023 eru tvær milljónir og í ár er áherslan lögð á stoðir nýrrar menntastefnu sem eru vöxtur, fjölbreytni, samvinna.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl og sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Sækja um á þjónustugátt:
Samkvæmt reglum sjóðsins er úthlutað einu sinni á ári.
Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024
Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar afhentur í Hlégarði
Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar var afhentur í Hlégarði fimmtudaginn 27. júní.
Styrkir úr Klörusjóði afhentir 12. júní 2024
Miðvikudaginn 12. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.