Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. maí 2025

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd veitti styrki til átta ungra og efni­legra ung­menna sem skara fram úr á sviði íþrótta og lista á fundi sín­um þriðju­dag­inn 29. apríl síð­ast­lið­inn.

Styrk­irn­ir eru ætl­að­ir þeim ung­menn­um sem, vegna mik­ill­ar þátt­töku í æf­ing­um, keppni eða ann­arri skipu­lagðri starf­semi, eiga erfitt með að sinna hefð­bund­inni sum­ar­vinnu líkt og jafn­aldr­ar þeirra. Mark­mið­ið með styrkj­un­um er að styðja þessi ung­menni til frek­ari af­reka á sínu sviði með því að veita þeim launa­greidda vinnu yfir sum­ar­tím­ann.

Í ár bár­ust nefnd­inni 14 full­gild­ar um­sókn­ir. All­ir um­sækj­end­ur þóttu verð­ug­ir styrks, sem gerði val­ið krefj­andi. Út­hlutað var í sam­ræmi við gild­andi út­hlut­un­ar­regl­ur.

Eft­ir­far­andi átta ein­stak­ling­ar hlutu styrk árið 2025:

  • Arnór Orri Atla­son – tón­list­ar­sköp­un
  • Auð­ur Bergrún Snorra­dótt­ir – golf
  • Bald­ur Þorkels­son – hjól
  • Dag­ur Hrafn Helga­son – gít­ar
  • Eva Krist­ins­dótt­ir – golf
  • Logi Geirs­son – MMA
  • Úlf­ur Tobi­asson Hel­mer – pí­anó
  • Ævar Smári Gunn­ars­son – hand­bolti

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd vill færa öll­um um­sækj­end­um inni­leg­ar þakk­ir fyr­ir metn­að­ar­full­ar um­sókn­ir og ósk­ar bæði styrk­höf­um og öðr­um um­sækj­end­um velfarn­að­ar í leik og starfi.


Frá vinstri á mynd:
Erla Ed­vards­dótt­ir, formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar, Bald­ur Þorkels­son, Ævar Smári Gunn­ars­son, Logi Geirs­son, Úlf­ur Tobi­asson Hel­mer, Arnór Orri Atla­son, Dag­ur Hrafn Helga­son og Harpa Sig­ur­björns­dótt­ir sem tók við styrkn­um fyr­ir hönd Evu Krist­ins­dótt­ur og Auð­ar Bergrún­ar Snorra­dótt­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00