Íþrótta- og tómstundanefnd veitti styrki til átta ungra og efnilegra ungmenna sem skara fram úr á sviði íþrótta og lista á fundi sínum þriðjudaginn 29. apríl síðastliðinn.
Styrkirnir eru ætlaðir þeim ungmennum sem, vegna mikillar þátttöku í æfingum, keppni eða annarri skipulagðri starfsemi, eiga erfitt með að sinna hefðbundinni sumarvinnu líkt og jafnaldrar þeirra. Markmiðið með styrkjunum er að styðja þessi ungmenni til frekari afreka á sínu sviði með því að veita þeim launagreidda vinnu yfir sumartímann.
Í ár bárust nefndinni 14 fullgildar umsóknir. Allir umsækjendur þóttu verðugir styrks, sem gerði valið krefjandi. Úthlutað var í samræmi við gildandi úthlutunarreglur.
Eftirfarandi átta einstaklingar hlutu styrk árið 2025:
- Arnór Orri Atlason – tónlistarsköpun
- Auður Bergrún Snorradóttir – golf
- Baldur Þorkelsson – hjól
- Dagur Hrafn Helgason – gítar
- Eva Kristinsdóttir – golf
- Logi Geirsson – MMA
- Úlfur Tobiasson Helmer – píanó
- Ævar Smári Gunnarsson – handbolti
Íþrótta- og tómstundanefnd vill færa öllum umsækjendum innilegar þakkir fyrir metnaðarfullar umsóknir og óskar bæði styrkhöfum og öðrum umsækjendum velfarnaðar í leik og starfi.
Frá vinstri á mynd:
Erla Edvardsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Baldur Þorkelsson, Ævar Smári Gunnarsson, Logi Geirsson, Úlfur Tobiasson Helmer, Arnór Orri Atlason, Dagur Hrafn Helgason og Harpa Sigurbjörnsdóttir sem tók við styrknum fyrir hönd Evu Kristinsdóttur og Auðar Bergrúnar Snorradóttur.