Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Sótt er um styrkinn í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2021.
Úthlutun fer fram einu sinni á ári og fer upphæð styrkja eftir fjölda umsókna, þó er miðað við að styrkur hverju sinni fari ekki upp fyrir 70.000 kr. til hvers einstaklings.
Skilyrði sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á styrk eru:
- Eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi.
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Hafa varanlega örorku og uppfylla skilyrði um fötlun samkvæmt 2. gr. laga nr. 38/2018.
Enn fremur þurfa að fylgja með umsókn frumrit af kvittunum vegna kaupa á þjónustu eða tækjum.
Tengt efni
Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum 2023
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í sveitarfélaginu verði í boði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir leigjendur sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum.
Umsóknir óskast í Klörusjóð fyrir árið 2023
Nýsköpunar- og þróunarsjóður skóla- og frístundastarfs í Mosfellsbæ.
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2023 - Hægt að sækja um til og með 1. mars
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2023.