Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. september 2021

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrk til fatl­aðs fólks til náms eða verk­færa og tækja­kaupa vegna fé­lags­legr­ar hæf­ing­ar og end­ur­hæf­ing­ar skv. 25. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrk til fatl­aðs fólks til náms eða verk­færa og tækja­kaupa vegna fé­lags­legr­ar hæf­ing­ar og end­ur­hæf­ing­ar skv. 25. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

Sótt er um styrk­inn í þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 10. októ­ber 2021.

Út­hlut­un fer fram einu sinni á ári og fer upp­hæð styrkja eft­ir fjölda um­sókna, þó er mið­að við að styrk­ur hverju sinni fari ekki upp fyr­ir 70.000 kr. til hvers ein­stak­lings.

Skil­yrði sem þarf að upp­fylla til að eiga rétt á styrk eru:

  • Eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ eða Kjós­ar­hreppi.
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hafa var­an­lega ör­orku og upp­fylla skil­yrði um fötlun sam­kvæmt 2. gr. laga nr. 38/2018.

Enn frem­ur þurfa að fylgja með um­sókn frumrit af kvitt­un­um vegna kaupa á þjón­ustu eða tækj­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00