Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Skv. 25. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018 er heim­ilt að veita fötl­uðu fólki styrki eða fyr­ir­greiðslu vegna fé­lags­legr­ar hæf­ing­ar og end­ur­hæf­ing­ar sem hér seg­ir:

Styrk til verk­færa- og tækja­kaupa eða aðra fyr­ir­greiðslu vegna heima­vinnu eða sjálf­stæðr­ar starf­semi að end­ur­hæf­ingu lok­inni.
Styrk til greiðslu náms­kostn­að­ar sem ekki er greidd­ur sam­kvæmt ákvæð­um ann­arra laga.

1. gr. Markmið og for­send­ur

Markmið regln­anna er að auð­velda fötl­uðu fólki að verða sér út um þekk­ingu og reynslu og til að auka mögu­leika sína til að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu. Í þeim til­gangi eru veitt­ir styrk­ir til þess að fatlað fólk geti:

 • Sótt sér mennt­un.
 • Við­hald­ið og auk­ið við þekk­ingu og færni.
 • Nýtt mögu­leika á auk­inni þátt­töku í fé­lags­lífi og at­vinnu.

2. gr. Hverj­ir eiga kost á styrk

Ein­stak­ling­ur sem býr við fötlun og þarf sér­stak­an stuðn­ing af þeirri ástæðu til hæf­ing­ar, end­ur­hæf­ing­ar eða starf­send­ur­hæf­ing­ar get­ur sótt um styrk sam­kvæmt regl­um þess­um að upp­fyllt­um eft­ir­töld­um skil­yrð­um.

 • Eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ eða Kjós­ar­hreppi.
 • Hafa náð 18 ára aldri.
 • Hafa var­an­lega ör­orku og upp­fylla skil­yrði um fötlun sam­kvæmt 2. gr. laga nr. 38/2018.

3. gr. Skil­yrði styrk­veit­ing­ar

Skil­yrði fyr­ir styrk­veit­ingu eru eft­ir­far­andi:

 • Styrk­ur vegna starf­semi sem skap­ar við­kom­andi at­vinnu (verk­færa- og tækja­kaup).
 • Stað­fest­ing á skrán­ingu í nám eða nám­skeið áður en styrk­ur er greidd­ur út.
 • Að lík­legt sé að styrk­ur stuðli að auk­inni virkni og þátt­töku.
 • Að sýnt sé fram á að að­stoð­in sé ein­stak­lings­bund­in en renni ekki til fyr­ir­tæk­is.
 • Að sýnt sé fram á að að­r­ir mögu­leik­ar til styrkja hafi ver­ið kann­að­ir og nýtt­ir, svo sem sjóð­ir stétt­ar­fé­laga, lög­bund­in fram­lög vegna hjálp­ar­tækja og láns­hæft nám. Taka skal til­lit til tak­mark­ana á mögu­leik­um um­sækj­anda til að stunda fullt láns­hæft nám vegna fötl­un­ar.

4. gr. Um­sókn­ar­ferli

Aug­lýst er eft­ir um­sókn­um um styrki einu sinni á ári á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar. Styrk­ur er laus til um­sókn­ar í sept­em­ber ár hvert og fer út­hlut­un fram í októ­ber. Sótt er um í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

5. gr. Fylgigögn um­sókn­ar

Um­sókn­um skal fylgja upp­lýs­ing­ar frá um­sækj­anda og/eða fag­að­il­um þar sem fram kem­ur mat á gagnsemi styrk­veit­ing­ar fyr­ir um­sækj­anda. Önn­ur fylgigögn taka mið af teg­und styrks sem sótt er um.

Styrk­ur vegna náms:

 • Nám­s­vott­orð. Stað­fest­ing frá skóla um skrán­ingu í nám.
 • Frumrit af kvitt­un fyr­ir nám­skeiðs- eða skóla­gjöld­um.

Styrk­ur vegna verk­færa- og tækja­kaupa:

 • Frumrit af kvitt­un fyr­ir verk­færa- og tækja­kaup­um.

6. gr. Út­hlut­un styrkja

Tek­ið er til­lit til eft­ir­far­andi við­miða við út­hlut­un styrkja:

 • Heild­ar­fjár­hæð til út­hlut­un­ar er ákveð­in í fjár­hags­áætlun hvers árs.
 • Út­hlutað er einu sinni á ári á grund­velli aug­lýs­ing­ar.
 • Að jafn­aði get­ur út­hlut­un styrks til ein­stak­lings ver­ið að há­marki 70.000 krón­ur.
 • Styrk­ur til verk­færa- og tækja­kaupa er að öllu jöfnu ekki veitt­ur til sama ein­stak­lings oft­ar en á tveggja ára fresti.
 • Veita má ár­lega styrki til náms ef sýnt er fram á gildi náms­ins fyr­ir við­kom­andi ein­stak­ling og fyr­ir liggi stað­fest­ing um góða náms­ástund­un og áætluð námslok.
 • Komi til að skerða þurfi út­hlut­un vegna fjölda um­sókna eða vegna rösk­un­ar á for­send­um fyr­ir út­hlut­un er heim­ilt að for­gangsr­aða um­sókn­um eða lækka styrkupp­hæð til hvers og eins.

7. gr. Mat og af­greiðsla

Styrk­ur er ein­ung­is greidd­ur inn á per­sónu­leg­an reikn­ing um­sækj­anda sam­kvæmt fram­lagðri stað­fest­ingu eða kvitt­un fyr­ir kaup­um.

Rétt­ur til út­hlut­un­ar fyrn­ist sé ekki sótt um styrk inn­an 12 mán­aða frá því að til út­gjalda var stofn­að. Rétt­ur til greiðslu fyrn­ist ef fylgigögn­um og nauð­syn­leg­um upp­lýs­ing­um hef­ur ekki ver­ið skilað fyr­ir lok um­sókn­ar­frests.

8. gr. Áfrýj­un

Ákvörð­un trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs má skjóta til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar og skal það gert skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá dag­setn­ingu synj­un­ar­bréfs. Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar má skjóta til úr­skurðanefnd­ar vel­ferð­ar­mála, Katrín­ar­túni 2, 105 Reykja­vík. Skal það gert skrif­lega inn­an þriggja mán­aða frá því að við­kom­andi barst vitn­eskja um ákvörð­un.

9. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar á 292. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar 17. mars 2020 og stað­fest­ar á 758. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 1. apríl 2020.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00