Mosfellsbær kynnir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi. Um er að ræða nýtt íbúðarhverfi að Blikastöðum þar sem markmiðið er að skapa eftirsóknarvert, þétt, blandað og spennandi hverfi með áherslu á nærumhverfið, náttúru, samgöngur og þjónustu. Nýtt hverfi mun innihalda fjölbreytt húsnæði í blandaðri byggð sem mun rísa í kringum gamla Blikastaðabæinn sem verður gerður upp og glæddur lífi.
Gögn eru aðgengileg á skipulagsgatt.is, mál nr. 1010/2023. Umsögnum skal skila með rafrænum hætti í gáttina. Umsagnafrestur er til og með 10. febrúar 2025.