Skipulagsstofnun hefur nú til auglýsingar umhverfismatsskýrslu vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og reglugerð nr. 1381/2021.
Mosfellsbær leggur til efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu.
Í umhverfismatsskýrslunni eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 2. október 2024.
Skila skal umsögnum með rafrænum hætti í skipulagsgátt, mál nr. 2024/993.