Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 02.04.2025 að leggja fram til kynningar skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Efstalandi 1.
Markmið breytingarinnar er að stuðla að betri nýtingu lóðarinnar við Efstaland 1 með því að skapa rými fyrir fjölbreytta nærþjónustu við íbúa hverfisins og íbúðir. Breytingarnar miða að því að bæta samneyti íbúa og verslunar- og þjónustusvæða með því að blanda saman íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði fyrir nærþjónustu.
Tillaga að breytingu aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 snertir reit 303V í Helgafellshverfi, verslun og þjónusta. Verslun og þjónusta á milli núverandi byggðar austan Vesturlandsvegar og suðurhlíða Helgafellshverfsins. Einnig er eum að ræða breytingu á deiliskipulagi á 2. áfanga Helgafellshverfis, staðfest 13.12.2006. Samkvæmt gildandi áætlun er heimilt er að byggja 1.960 fermetra af þjónustu að hámarki tvær hæðir með aðkomu að neðri hæð frá tengivegi Helgafellsvegar en að efri hæð frá húsagötu Efstalands norðan og vestan lóðarinnar. Tillaga felur í sér að heimila uppbyggingu íbúða í bland við þjónustu. Breytingin byggir á uppfærslu aðal- og deiliskipulags þar sem breyting verður gerð á byggingarreit og hús hækkað úr 8,5 m í mesta hæð 10 m. Heimilt verður að hafa húsið á þremur hæðum, með 20 íbúðum og auknu nýtingarhlutfalli.