Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. apríl 2025

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti þann 02.04.2025 að leggja fram til kynn­ing­ar skipu­lags­lýs­ingu í sam­ræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, fyr­ir aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu að Efstalandi 1.

Markmið breyt­ing­ar­inn­ar er að stuðla að betri nýt­ingu lóð­ar­inn­ar við Efsta­land 1 með því að skapa rými fyr­ir fjöl­breytta nær­þjón­ustu við íbúa hverf­is­ins og íbúð­ir. Breyt­ing­arn­ar miða að því að bæta sam­neyti íbúa og versl­un­ar- og þjón­ustu­svæða með því að blanda sam­an íbúð­ar­hús­næði og at­vinnu­hús­næði fyr­ir nær­þjón­ustu.

Til­laga að breyt­ingu að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 snert­ir reit 303V í Helga­fells­hverfi, verslun og þjón­usta. Verslun og þjón­usta á milli nú­ver­andi byggð­ar aust­an Vest­ur­lands­veg­ar og suð­ur­hlíða Helga­fells­hverfs­ins. Einn­ig er eum að ræða breyt­ingu á deili­skipu­lagi á 2. áfanga Helga­fells­hverf­is, stað­fest 13.12.2006. Sam­kvæmt gild­andi áætlun er heim­ilt er að byggja 1.960 fer­metra af þjón­ustu að há­marki tvær hæð­ir með að­komu að neðri hæð frá tengi­vegi Helga­fells­veg­ar en að efri hæð frá húsa­götu Efstalands norð­an og vest­an lóð­ar­inn­ar. Til­laga fel­ur í sér að heim­ila upp­bygg­ingu íbúða í bland við þjón­ustu. Breyt­ing­in bygg­ir á upp­færslu aðal- og deili­skipu­lags þar sem breyt­ing verð­ur gerð á bygg­ing­ar­reit og hús hækkað úr 8,5 m í mesta hæð 10 m. Heim­ilt verð­ur að hafa hús­ið á þrem­ur hæð­um, með 20 íbúð­um og auknu nýt­ing­ar­hlut­falli.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00