Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. janúar 2021

Fram­kvæmd­um við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar á kafl­an­um milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga lauk nú fyr­ir jól.

Um er að ræða mik­il­væga fram­kvæmd fyr­ir Mos­fell­inga og lands­menn alla þar sem oft hafa myndast rað­ir í og úr bæn­um á anna­tím­um. Hluti fram­kvæmd­ar­inn­ar er jafn­framt aukn­ar hljóð­varn­ir í formi nýrra hljóð­veggja, stærri hljóðmana og bið­stöð stræt­is­vagna norð­an veg­ar­ins.

Öfl­ugri lýs­ing og betri hljóð­vist

Veg­far­end­ur hafa vænt­an­lega tek­ið eft­ir því að lýs­ing­in á veg­in­um er öfl­ugri en áður en um LED-lýs­ingu er að ræða sem gef­ur betri birtu fyr­ir veg­far­end­ur og jafn­framt ættu íbú­ar í aðliggj­andi hverf­um að hafa tek­ið eft­ir betri hljóð­vist en áður. Í vor lýk­ur svo end­an­leg­um frá­gangi á gróðri auk timb­urklæðn­ing­ar á hluta hljóð­veggja sem mýk­ir ásýnd þeirra.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00