Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. janúar 2021

Tveir nýir leik­vell­ir hafa ver­ið opn­að­ir í Mos­fells­bæ, ann­ar í Helga­fells­hverfi og hinn í Leir­vogstungu­hverfi.

Leik­völl­ur­inn í Helga­fells­hverfi er fyr­ir neð­an Uglu­götu og hent­ar öll­um aldri. Fjöl­breytt leik­tæki eru á svæð­inu sem eiga að henta öll­um jafnt unga­börn­um sem full­orðn­um. Völl­ur­inn er langt kom­inn en end­an­leg jarð­vegs­vinna og gróð­ur­setn­ing eru á áætlun núna vor­ið 2021. Þá verð­ur kom­ið fyr­ir bekkj­um þann­ig að all­ir ung­ir sem aldn­ir geti kom­ið sér vel fyr­ir.

Í Leir­vogstungu er nýi leik­völl­ur­inn stað­sett­ur milli Laxa­tungu og Voga­tungu. Sá leik­völl­ur hent­ar einn­ig öll­um aldri. Þar eru hól­ar og hæð­ir sem hægt er að nýta í hina ýmsu leiki svo sem sleð­abrekk­ur á vet­urna og í ýmsa leiki á sumrin. Fjöl­breytt leik­tæki eru á svæð­inu og þar munu einn­ig koma fjöl­breytt­ar trjá­teg­und­ir sem er á áætlun að gróð­ur­setja vor­ið 2021.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00