Tveir nýir leikvellir hafa verið opnaðir í Mosfellsbæ, annar í Helgafellshverfi og hinn í Leirvogstunguhverfi.
Leikvöllurinn í Helgafellshverfi er fyrir neðan Uglugötu og hentar öllum aldri. Fjölbreytt leiktæki eru á svæðinu sem eiga að henta öllum jafnt ungabörnum sem fullorðnum. Völlurinn er langt kominn en endanleg jarðvegsvinna og gróðursetning eru á áætlun núna vorið 2021. Þá verður komið fyrir bekkjum þannig að allir ungir sem aldnir geti komið sér vel fyrir.
Í Leirvogstungu er nýi leikvöllurinn staðsettur milli Laxatungu og Vogatungu. Sá leikvöllur hentar einnig öllum aldri. Þar eru hólar og hæðir sem hægt er að nýta í hina ýmsu leiki svo sem sleðabrekkur á veturna og í ýmsa leiki á sumrin. Fjölbreytt leiktæki eru á svæðinu og þar munu einnig koma fjölbreyttar trjátegundir sem er á áætlun að gróðursetja vorið 2021.