Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Sölkugata 6 og Þverholt 25-27.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Sölkugata 6
Breytingin fellst í því að í stað þess að byggt verði einbýlishús á tveimur hæðum (E-2e) verði byggt einbýlishús á einni hæð (E1). Að öðru leyti, gilda almennir skilmálar fyrir lóðina.
Þverholt 25-27
Breytingin tekur til lóðanna 25 og 27 við Þverholt. Breytingin felur í sér að byggingareitir eru breikkaðir úr 12 m. í 15 m. og byggingarreitur bílakjallara stækkar lítilega. Að öðru leyti gilda gildandi skipulagsskilmálar óbreyttir.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 3. febrúar 2017 til og með 17. mars 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 17. mars 2017.
3. febrúar 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Afnotareitir í Leirvogstunguhverfi samþykktir
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2023 að heimila leigu afnotareita í Leirvogstunguhverfi í samræmi við samþykkt skipulag.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.