Veðurstofa Íslands hefur gefið út tvær gular viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs.
Ein tekur gildi í kvöld en hin á hádegi á morgun, fimmtudag, og gildir fram á nótt. Þá er spáð suðvestanátt upp á 15-23 m/s og fylgja henni mjög dimm él.
Hálka verður líklega á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni.