Veðurstofa Íslands hefur gefið út tvær gular viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs.
Ein tekur gildi í kvöld en hin á hádegi á morgun, fimmtudag, og gildir fram á nótt. Þá er spáð suðvestanátt upp á 15-23 m/s og fylgja henni mjög dimm él.
Hálka verður líklega á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni.
Nánari upplýsingar:
Tengt efni
Mikilvægt að moka frá niðurföllum
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.