Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2025

Veð­ur­stofa Ís­lands hef­ur gef­ið út rauða veð­ur­við­vörun fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið vegna ofsa­veð­urs í dag, mið­viku­dag­inn 5. fe­brú­ar, frá kl. 16:00 – 20:00.

Bæj­ar­skrif­stof­ur, Bóka­safn, íþróttamið­stöðvar og sundlaugar Lága­felli og Varmá loka kl. 15:00 í dag.

Allur skóla- og frístundaakstur fellur niður frá kl. 15:30.

  • Fólk er hvatt til þess að vera ekki á ferðinni á meðan rauð veðurviðvörun er í gildi.
  • Mikilvægt er að festa lausamuni til þess að koma í veg fyrir foktjón.
  • Mikilvægt er að losa frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón.

Upp­lýs­ing­ar verða birt­ar á vef og sam­fé­lags­miðl­um Mos­fells­bæj­ar eftir því sem við á.

Ef erf­ið­ar að­stæð­ur skap­ast vegna vatna­vaxta og mögu­legra flóða er íbú­um bent á eft­ir­far­andi:

  • Meta hvort um neyð­ar­til­vik er að ræða, ef svo er hringja í 112
  • Ef um minni at­burð er að ræða:
    • hringja í þjónustuver Mosfellsbæjar s: 525-6700 á milli kl. 08:00-16:00
    • hringja í bakvakt MosVeitna s: 566-8450 eft­ir kl. 16:00
  • Ef ekki er um neyð­ar­til­vik að ræða er íbú­um bent á að senda inn ábend­ingu
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00