Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna ofsaveðurs í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, frá kl. 16:00 – 20:00.
Bæjarskrifstofur, Bókasafn, íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Lágafelli og Varmá loka kl. 15:00 í dag.
Allur skóla- og frístundaakstur fellur niður frá kl. 15:30.
- Fólk er hvatt til þess að vera ekki á ferðinni á meðan rauð veðurviðvörun er í gildi.
- Mikilvægt er að festa lausamuni til þess að koma í veg fyrir foktjón.
- Mikilvægt er að losa frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón.
Upplýsingar verða birtar á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar eftir því sem við á.
Ef erfiðar aðstæður skapast vegna vatnavaxta og mögulegra flóða er íbúum bent á eftirfarandi:
- Meta hvort um neyðartilvik er að ræða, ef svo er hringja í 112
- Ef um minni atburð er að ræða:
- hringja í þjónustuver Mosfellsbæjar s: 525-6700 á milli kl. 08:00-16:00
- hringja í bakvakt MosVeitna s: 566-8450 eftir kl. 16:00
- Ef ekki er um neyðartilvik að ræða er íbúum bent á að senda inn ábendingu
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025