Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. janúar 2019

Tvær göngu­skíða­braut­ir hafa ver­ið lagð­ar á Hlíð­ar­velli, hjá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar.

Braut­irn­ar eru mis­lang­ar og ættu því að henta flest­um.

Göngu­skíði er til­val­ið sport fyr­ir alla og hent­ar yf­ir­leitt flest­um í fjöl­skyld­unni stór­um sem smá­um. Íþrótt­in er góð úti­vera sem fær­ir súr­efni í lung­un og kem­ur blóð­inu á hreyf­ingu.

Skíða­ganga er hvort tveggja í senn: Erf­ið keppnisí­þrótt sem krefst gríð­ar­legs út­halds, styrks og tækni og einn­ig al­menn­ingsí­þrótt sem ung­ir sem aldn­ir geta stundað sér til heilsu­bót­ar og yndis­auka. Svo geta göngu­skíði líka ver­ið hinn besti ferða­máti þeg­ar svo ber und­ir.

Börn geta lært á göngu­skíði um leið og þau fara standa í lapp­irn­ar og það er aldrei of seint að byrja með­an fæt­urn­ir bera mann. Fyr­ir yngstu kyn­slóð­ina get­ur ver­ið ótrú­lega gam­an og þægi­legt að setjast á sleða eða snjó­þotu og láta hrausta mömmu eða pabba draga sig. Þá þarf að vísu að gæta vel að klæðn­aði og ein­angr­un því kulda­boli get­ur bit­ið þó drátt­ar­klárn­um hitni í hamsi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00