Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar og gróðrastöðin Dalsgarður í Mosfellsdal standa fyrir túlípanasýningu á torginu í Kjarna vikuna 22. – 29. apríl 2024.
Á sýningunni eru 90 tegundir af túlípönum sem Dalsgarður ræktar og verður kosning um fallegasta túlípanan. Kosningin er rafræn í gegnum QR kóða sem má finna á staðnum.