Garðyrkjudeild ásamt verktökum vinnur að því að grisja og klippa á öllum opnum svæðum bæjarins þessa dagana og mun sú vinna standa fram á vorið.
Nú er besti tíminn til að klippa runna og stakstæð tré þar sem auðveldast er að formklippa og ná fram lögun, hæð og þéttleika sem óskað er þegar trén eru lauflaus.
Grisjun er gerð til þess að hvert og eitt tré njóti sín og fái nægt pláss til að vaxa og dafna og á það sérstaklega við í lundum þar sem tré eru gróðursett þétt.
Þau svæði sem verða grisjuð í ár eru:
- Þverholt fyrir neðan Bugðutanga
- Meðfram stíg frá Álfatanga niður að skógarstíg
- Lundur við Arnarhöfða fyrir neðan Rituhöfða
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.