Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. október 2018

Mik­il­vægt er að garð­eig­end­ur hugi að því að trjá­gróð­ur þeirra hafi ekki vax­ið út á stíga eða göt­ur með til­heyr­andi óþæg­ind­um og mögu­legri hættu fyr­ir veg­far­end­ur, sér­stak­lega núna í skamm­deg­inu þeg­ar fjöldi barna er á ferð­inni vegna skóla og tóm­stunda.

Gang­stétt­ir og göngu­stíg­ar liggja víða um bæ­inn og eru mik­il­væg til úti­vist­ar og sam­gangna milli staða, jafn fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur og hjól­reiða­fólk. Þeg­ar trjá­gróð­ur vex út fyr­ir lóð­ar­mörk og út yfir gang­stétt­ir og stíga bæj­ar­ins get­ur það skap­að veru­leg óþæg­indi og jafn­vel hættu fyr­ir veg­far­end­ur. Dæmi er um það að trjá­gróð­ur skyggi á um­ferð­ar­merki, götu­merk­ing­ar og lýs­ingu, og byrgi þann­ig sýn. Í til­fell­um sem þess­um er bæj­ar­yf­ir­völd­um heim­ilt að klippa og fjar­læga þann gróð­ur er vex út fyr­ir lóð­ar­mörk á kostn­að lóð­ar­hafa.

Regl­ur um gróð­ur á einka­lóð­um eru skýr­ar. Í bygg­ing­ar­reglu­gerð er skýrt kveð­ið á um að lóð­ar­hafa sé skylt að halda vexti trjáa og runna inn­an lóð­ar­marka. Ekki má planta há­vöxn­um trjá­teg­und­um nær lóð­ar­mörk­um aðliggj­andi lóða en 4,0 metra og við lóð­ar­mörk má hæð þeirra ekki verða meiri en 1,8 metr­ar, nema með sam­þykki ná­granna. Trjá­gróð­ur sem ligg­ur að götu, gang­stétt eða opnu svæði má ná meiri hæð ef fyr­ir ligg­ur sam­þykki veg­hald­ara eða um­ráða­að­ila við­kom­andi svæð­is.

Garð­eig­end­ur í Mos­fells­bæ eru hvatt­ir til að klippa og snyrta all­an þann gróð­ur á lóð­ar­mörk­um og jafn­framt að huga al­mennt að garð­in­um öll­um og næsta um­hverfi. Þar með tal­ið eru bíl­hræ, tæki og tól í nið­ur­níðslu sem á það til að safn­ast fyr­ir inn­an lóð­ar­marka. Þann­ig get­um við öll hjálp­ast að við að hafa bæ­inn okk­ar snyrti­leg­an og fal­leg­an.

Heiða Ág­ústs­dótt­ir
Fag­stjóri garð­yrkju og skóg­rækt­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00