Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júní 2021

NETnót­an sam­an­stend­ur af stutt­um mynd­bönd­um frá ís­lensk­um tón­list­ar­skól­um en sjón­varps­stöðin N4 sýn­ir þrjá sjón­varps­þætti sem byggð­ir eru á völd­um bút­um úr mynd­bönd­um skól­anna.

Fram­lag tón­list­ar­deild­ar Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar verð­ur flutt í fyrsta þætti NETnót­unn­ar sem sýnd­ur verð­ur á N4 þann 13. júní kl. 20:30.

Alls tóku um fimm­tíu tón­list­ar­skól­ar þátt í NETnót­unni en þætt­irn­ir eru unn­ir í sam­starfi við Fé­lag kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um og Sam­tök tón­list­ar­skóla­stjóra. Eins og sést í þátt­un­um þá er starf tón­list­ar­skól­anna mjög fjöl­breytt, tón­list­ar­nem­end­ur eru á öll­um aldri og á öll­um stig­um tón­list­ar­náms­ins.

Fyrsti þátt­ur­inn verð­ur sýnd­ur sunnu­dags­kvöld­ið 13. júní kl. 20:30 og næstu tveir þætt­ir verða sýnd­ir næstu sunnu­dags­kvöld.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00