NETnótan samanstendur af stuttum myndböndum frá íslenskum tónlistarskólum en sjónvarpsstöðin N4 sýnir þrjá sjónvarpsþætti sem byggðir eru á völdum bútum úr myndböndum skólanna.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar verður flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur verður á N4 þann 13. júní kl. 20:30.
Alls tóku um fimmtíu tónlistarskólar þátt í NETnótunni en þættirnir eru unnir í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Eins og sést í þáttunum þá er starf tónlistarskólanna mjög fjölbreytt, tónlistarnemendur eru á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnámsins.
Fyrsti þátturinn verður sýndur sunnudagskvöldið 13. júní kl. 20:30 og næstu tveir þættir verða sýndir næstu sunnudagskvöld.
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.
Dagur Listaskólans 2. mars 2024
Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars og er opið hús hjá tónlistardeild, Skólahljómsveit og Leikfélagi Mosfellssveitar.