NETnótan samanstendur af stuttum myndböndum frá íslenskum tónlistarskólum en sjónvarpsstöðin N4 sýnir þrjá sjónvarpsþætti sem byggðir eru á völdum bútum úr myndböndum skólanna.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar verður flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur verður á N4 þann 13. júní kl. 20:30.
Alls tóku um fimmtíu tónlistarskólar þátt í NETnótunni en þættirnir eru unnir í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Eins og sést í þáttunum þá er starf tónlistarskólanna mjög fjölbreytt, tónlistarnemendur eru á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnámsins.
Fyrsti þátturinn verður sýndur sunnudagskvöldið 13. júní kl. 20:30 og næstu tveir þættir verða sýndir næstu sunnudagskvöld.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.