Afmælistónleikar Skólakórs Varmárskóla verða haldnir laugardaginn 4. maí kl. 16:00 í Guðríðarkirkju.
Kórinn sem var stofnaður árið 1979 hefur alla tíð verið undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar og verða þetta jafnframt síðustu tónleikar hans með kórnum þar sem hann lætur af störfum eftir 40 ára starf við Varmárskóla.
- Kynnir verður Birgir Sveinsson.
- Píanó: Jónas Þórir.
- Fiðla: Sigrún Harðardóttir.
- Einsöngur: Ingunn Huld Sævarsdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir og Hanna Sturludóttir.
- Gestakór: fyrrverandi félagar í skólakór Varmárskóla.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Mosfellsbær þakkar Ómari söngstjóra fyrir það ómetanlega starf sem hann hefur unnið í gegnum tíðina í tengslum við tónlistaruppeldi barna í Mosfellsbæ í gegnum tónmenntakennslu í skólanum og alla þá vinnu sem tengist skólakórnum.