Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2020

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið breyt­ing­ar á sótt­varna­ráð­stöf­un­um sem taka gildi 10. des­em­ber næst­kom­andi.

Var­færn­ar til­slak­an­ir verða gerð­ar á reglu­gerð um tak­mark­an­ir á sam­kom­um vegna far­sótt­ar og gilda breyt­ing­arn­ar til 12. janú­ar. Reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skóla­haldi vegna far­sótt­ar verð­ur að mestu óbreytt til ára­móta en gert er ráð fyr­ir að kynna fljót­lega nýj­ar regl­ur um skólast­arf sem eiga að taka gildi 1. janú­ar 2021.

Við­kvæm staða

Breyt­ing­arn­ar eru að mestu í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is í með­fylgj­andi minn­is­blöð­um. Eins og þar kem­ur fram hafa ver­ið sveifl­ur í þró­un COVID-19 far­ald­urs­ins frá því að regl­ur um gild­andi sótt­varna­tak­mark­an­ir tóku gildi. Tölu­verð fjölg­un dag­lega greindra smita varð í lok nóv­em­ber en síð­ustu daga hef­ur til­fell­um fækkað aft­ur og þeir sem hafa greinst hafa flest­ir ver­ið í sótt­kví. „Því er ljóst að sæmi­leg tök hafa náðst á far­aldr­in­um á þess­ari stundu en jafn­framt má segja að stað­an á þess­um tíma­punkti er við­kvæm þar sem að brugð­ið get­ur til beggja vona“ seg­ir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is.

Helstu breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um

 • Fjölda­tak­mörk­un: mið­ast áfram við 10 manns en með ákveðn­um und­an­tekn­ing­um
 • Börn: Ákvæði um fjölda­tak­mörk­un, ná­lægð­ar­tak­mörk­un og grímu­skyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síð­ar.
 • Versl­an­ir: All­ar versl­an­ir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að há­marki 100 manns.
 • Veit­inga­stað­ir: Heim­ilt verð­ur að taka við 15 við­skipta­vin­um í rými. Heim­ilt verð­ur að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýj­um við­skipta­vin­um eft­ir kl. 21.00.
 • Sund og bað­stað­ir: Heim­ilt verð­ur að hafa opið fyr­ir allt að 50% af há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi.
 • Íþrótt­ir ÍSÍ: Íþróttaæf­ing­ar ein­stak­linga sem fædd­ir eru 2004 og fyrr eru heim­il­ar með og án snert­ing­ar í íþrótt­um inn­an ÍSÍ í efstu deild. Æf­ing­ar af­reks­fólks í ein­stak­lings­bundn­um íþrótt­um eru heim­il­ar. Æf­ing­ar sem krefjast snert­ing­ar inn­an bar­dag­aí­þrótta eru þó ekki heim­il­ar.
 • Íþrótt­ir al­menn­ings: Öll­um er heim­ilt að stunda skipu­lagð­ar æf­ing­ar ut­an­dyra sem krefjast ekki snert­ing­ar.
 • Sviðslist­ir, bíó­sýn­ing­ar og að­r­ir menn­ing­ar­við­burð­ir verða heim­il­ir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æf­ing­ar og sýn­ing­ar. Heim­ilt verð­ur að taka á móti allt að 50 sitj­andi gest­um og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börn­um fædd­um 2005 og síð­ar. Hvorki hlé né áfeng­issala heim­il. Sæti skulu núm­eruð og skráð á nafn.
 • Jarð­ar­far­ir: Há­marks­fjöldi í jarð­ar­för­um verð­ur 50 manns.
 • Gild­is­tími: Fram­an­tald­ar breyt­ing­ar gilda frá 10. des­em­ber næst­kom­andi til 12. janú­ar 2021.

Breyt­ing­ar á tak­mörk­un­um skólastarfs

 • Ákvæði um blönd­un og há­marks­fjölda leik­skóla­barna felld brott. Með þessu móti geta leik­skól­ar að­lag­að starf­semi sína bet­ur yfir há­tíð­irn­ar þar sem barna­hóp­ar eru gjarna sam­ein­að­ir milli deilda eða jafn­vel leik­skóla.
 • Lestr­ar­rými í fram­halds­skól­um og há­skól­um opn­að fyr­ir allt að 30 nem­end­ur.
 • Regl­ur um skólast­arf sem taka gildi frá og með 1. janú­ar 2021 verða kynnt­ar fljót­lega.
 • Gild­is­tími: Fram­an­tald­ar breyt­ing­ar gilda frá 10. des­em­ber til 31. des­em­ber.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00