Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. febrúar 2022

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að frá og með föstu­deg­in­um 25. fe­brú­ar verði öll­um op­in­ber­um sótt­varna­að­gerð­um vegna heims­far­ald­urs COVID-19 aflétt, jafnt inn­an­lands og á landa­mær­un­um. Þar með falla brott all­ar regl­ur um tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi og einn­ig krafa um ein­angr­un þeirra sem sýkjast af COVID-19. Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti ákvörð­un sína á fundi rík­is­stjórn­ar í dag sem bygg­ist á til­lög­um sótt­varna­lækn­is til ráð­herra um aflétt­ing­ar. „Við get­um sann­ar­lega glaðst á þess­um tíma­mót­um en ég hvet fólk engu að síð­ur til að fara var­lega, gæta að per­sónu­bundn­um sótt­vörn­um og halda sig til hlés finni það fyr­ir ein­kenn­um“ seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra.

Sótt­varna­lækn­ir rek­ur í minn­is­blaði til ráð­herra hvern­ig far­ald­ur­inn hef­ur þró­ast und­an­far­ið. Dag­lega hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 smit en al­var­leg veik­indi hafa aft­ur á móti ekki auk­ist að sama skapi. Út­breidd smit valdi þó miklu álagi á stofn­un­um. Inniliggj­andi sjúk­ling­um sem grein­ast með COVID-19 hef­ur fjölgað, sama máli gegn­ir um íbúa á hjúkr­un­ar­heim­il­um og veik­indi og fjar­vist­ir starfs­fólks vegna COVID-19 hafa fal­ið í sér mikl­ar áskor­an­ir við að halda úti óskertri starf­semi.

Að mati sótt­varna­lækn­is er víð­tækt sam­fé­lags­legt ónæmi gegn COVID-19 helsta leið­in út úr far­aldr­in­um, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flest­ir að smit­ast af veirunni þar sem bólu­efn­in dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mót­efna­mæl­ing­um að ann­ar eins fjöldi ein­stak­linga hafi smit­ast án grein­ing­ar. Að þessu gefnu tel­ur sótt­varna­lækn­ir að mið­að við svip­að­an fjölda dag­legra smita og und­an­far­ið ná­ist 80% mark­mið­ið seinni hlut­ann í mars. Vegna mik­ill­ar út­breiðslu smita og þar með ónæm­is í sam­fé­lag­inu telji sótt­varna­lækn­ir skyn­sam­legt að aflétta sótt­varna­að­gerð­um sam­tím­is inn­an­lands og á landa­mær­um. Stjórn­völd þurfi þó að vera reiðu­bú­in að inn­leiða sótt­varna­að­gerð­ir á landa­mær­um hratt, ef ný og hættu­leg af­brigði veirunn­ar komi fram er­lend­is.

Fyrstu reglu­gerð­ir heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skólastarfi vegna heims­far­ald­urs COVID-19 voru sett­ar fyr­ir tæp­um tveim­ur árum með gildis­töku 16. mars 2020. Frá þeim tíma hef­ur heil­brigð­is­ráð­herra sett 166 reglu­gerð­ir og aug­lýs­ing­ar um marg­vís­leg­ar ráð­staf­an­ir vegna COVID-19.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00