Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. mars 2022

Gríð­ar­lega mik­il út­breiðsla Covid-19.

Út­breiðsla Covid-19 er áfram gríð­ar­lega mik­il og hef­ur áhrif víða í sam­fé­lag­inu þótt regl­ur um sótt­kví og ein­angr­un hafi ver­ið felld­ar nið­ur. Grein­ing­um hef­ur ekki fjölgað frá því sem var með­an regl­ur um ein­angr­un voru enn í gildi, en inn­lögn­um á sjúkra­hús hef­ur fjölgað veru­lega. Hlut­fall já­kvæðra hrað­prófa sem nú eru not­uð til stað­fest­ing­ar er svip­að og hlut­fall já­kvæðra PCR sýna áður, en vegna nokk­uð lak­ara næm­is hrað­próf­anna er þetta vís­bend­ing um að út­breiðsl­an sé lík­lega meiri en áður.

Embætti land­lækn­is tek­ur viku­lega út stöð­una á heil­brigð­is­stofn­un­um og sjúkra­hús­um lands­ins. Stað­an hef­ur þyngst viku fyr­ir viku og ekki hef­ur ver­ið meira álag vegna Covid-19 frá því að far­ald­ur­inn hófst fyr­ir tveim­ur árum. Það skýrist ann­ars veg­ar af út­breiddu sam­fé­lags­legu smiti með út­breidd­um veik­ind­um og fjölda inn­lagna vegna Covid-19 og hins veg­ar mik­ils fjölda starfs­manna sem er frá vinnu vegna veik­inda. Álag­ið er mik­ið á öll­um stofn­un­um ekki síst á Land­spít­ala og á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, sem og á Heil­brigð­is­stofn­un­um Vest­ur­lands, Norð­ur­lands og Aust­ur­lands. Þá er stað­an mjög erf­ið á mörg­um hjúkr­un­ar­heim­il­um. Fram kem­ur á reglu­leg­um fund­um með full­trú­um þess­ara stofn­ana að al­mennt leggja heil­brigð­is­starfs­menn og stjórn­end­ur mik­ið á sig til að geta sinnt nauð­syn­legri heil­brigð­is­starf­semi og ber að þakka það.

Stað­an er þó við­kvæm og má lít­ið út af bregða.

Mik­il­vægt er að við vinn­um áfram sam­an að því að hefta út­breiðsl­una eins og við get­um þótt sam­fé­lags­að­gerð­ir stjórn­valda hafi ver­ið felld­ar nið­ur. Jafn­vel þótt al­var­leg veik­indi komi fram hjá lægra hlut­falli en áður, m.a. vegna út­breiddra bólu­setn­inga, þá geta al­var­leg veik­indi kom­ið fram á öll­um aldri og jafn­vel hjá hraust­um, bólu­sett­um ein­stak­ling­um. Þeg­ar út­breiðsl­an er orð­in eins mik­il og raun ber vitni verð­ur meiri fjöldi en áður al­var­lega veik­ur og dauðs­föll­um fjölg­ar þrátt fyr­ir að hlut­fall­ið af heild­ar­fjölda smit­aðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bólu­efni komu fram.

Per­sónu­leg­ar sótt­varn­ir eru áhöld­in sem við höf­um til að hafa áhrif á út­breiðsl­una:

 • Áfram er æski­legt að þeir sem grein­ast með Covid-19 haldi sig frá öðr­um eins og kost­ur er í a.m.k. 5 daga eða svo lengi sem hiti og/eða veru­leg kve­f­ein­kenni eða háls­bólga eru til stað­ar.
 • Þeg­ar um­gengni við aðra er óhjá­kvæmi­leg er rétt að smit­að­ir haldi sig í sem mestri fjar­lægð frá öðr­um, noti grímu og gæti að hand­hreins­un og þrif­um á um­hverfi eft­ir því sem við á.
 • All­ir ættu að gæta að per­sónu­bundn­um sótt­vörn­umí fjöl­menni.
  • Því ekki nota grímu í mat­vöru­versl­un­um, al­menn­ings­sam­göng­um, á við­burð­um þar sem koma sam­an stór­ir hóp­ar þótt skilt­in séu horfin víða?
  • Því ekki hreinsa hend­ur áður en þú tek­ur í inn­kaupa­kerr­una og þeg­ar þú ert að ganga út úr versl­un­inni með inn­kaup­in?
  • Því ekki nota allt rým­ið í fund­ar­her­berg­inu eða veislu­saln­um?
 • All­ir ættu að gæta sér­stak­lega vel að per­sónu­bundn­um sótt­vörn­um í um­gengni við aldr­aða og aðra viðkæma ein­stak­linga sem eru í auk­inni hættu á al­var­leg­um veik­ind­um vegna Covid-19:
  • Forð­ast alla um­gengni við við­kvæma ein­stak­linga ef ein­kenni eru til stað­ar, nota grímu ef um­gengni er óhjá­kvæmi­leg, vanda hand­hreins­un og halda þeirri fjar­lægð sem að­stæð­ur leyfa hverju sinni.
  • Tak­marka fjölda sem er í nán­um sam­skipt­um við við­kvæma hverju sinni, vanda hand­hreins­un, halda fjar­lægð og nota grímu í ná­vígi eft­ir því sem kost­ur er jafn­vel þótt ein­kenni séu ekki til stað­ar, á með­an út­breiðsl­an er eins og nú er.

Verj­um okk­ur, verj­um fjöl­skyld­ur okk­ar og ást­vini, við þurf­um ekki til­skip­un frá stjórn­völd­um því við erum öll al­manna­varn­ir.

Land­lækn­ir
Sótt­varna­lækn­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00