Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilgangurinn með viðurkenningunni er að draga fram og heiðra vel unnin störf í jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Viðurkenningu geta hlotið:
1) Fyrirtæki sem hafa:
- Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum
- Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis innan fyrirtækisins
- Gert ráðstafanir til að koma skipulega í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum
- Veitt starfsfólki fræðslu um jafnréttismál
2) Félög/félagasamtök sem hafa:
- Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum
- Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis innan félagsins
- Gert ráðstafanir til að koma skipulega í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni innan félagsins
- Veitt leiðbeinendum, þjálfurum og/eða starfsfólki fræðslu um jafnréttismál
3) Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu í jafnréttismálum
Íbúar eru hvattir til að senda tilnefningar, ásamt rökstuðningi, í síðasta lagi 16. október til velferðarnefndar í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Velferðarnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum samræmist þær ekki þeim skilyrðum sem upp eru talin hér að framan.
Senda inn tilnefningu:
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.
Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022 - Hægt að tilnefna til og með 4. september
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.