Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilgangurinn með viðurkenningunni er að draga fram og heiðra vel unnin störf í jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Viðurkenningu geta hlotið:
1) Fyrirtæki sem hafa:
- Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum.
- Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna.
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis innan fyrirtækisins.
- Gert ráðstafanir til að koma skipulega í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.
- Veitt starfsfólki fræðslu um jafnréttismál.
2) Félög/Félagasamtök sem hafa:
- Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum.
- Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna.
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis innan félagsins.
- Gert ráðstafanir til að koma skipulega í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni innan félagsins.
- Veitt leiðbeinendum, þjálfurum og/eða starfsfólki fræðslu um jafnréttismál.
3) Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu í jafnréttismálum.
Íbúar eru hvattir til að fara inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og senda tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 15. september 2023.
Velferðarnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum samræmist þær ekki þeim skilyrðum sem upp eru talin hér að framan.
Senda inn tilnefningu:
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.
Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022 - Hægt að tilnefna til og með 4. september
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.