Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.
Dagurinn er haldinn til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, sem var fyrst kvenna til að vera oddviti Mosfellsbæjar. Helga lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti.
Efnistök dagsins í ár snúa að jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
„Jafnrétti á vinnumarkaði“
Er jafnrétti eða mismunun vegna aldurs á vinnumarkaðnum?
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður stéttarfélags Fræðagarðs í BHM og sérlegur ráðgjafi Kvenréttindafélags Íslands verður fundastjóri dagsins.
Erindi:
- Að brúa enn eitt bilið:
Jafnrétti, vinnumarkaðurinn og kynslóðamunur - Jafnrétti og atvinnuleit
- Grái Herinn
- Reynslan af þroskaðri vinnuafli
- Ráðningarferlið út frá sjónarhóli ráðningaraðila
- Að byggja upp jafnréttismenningu í Mosfellsbæ
Öll velkomin – Skráning óþörf – Heitt á könnunni
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.