Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. febrúar 2022

Íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa lengi kallað eft­ir sam­ræmdu sorp­hirðu­kerfi við heim­ili og sér­söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi.

Und­an­farna mán­uði hafa Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) unn­ið að und­ir­bún­ingi á slíku og var skýrsla starfs­hóps um sam­ræn­ingu og sér­söfn­un ný­lega kynnt. Sam­ræm­ing sorp­hirðu­kerf­is væri stórt fram­fara­skref sem mun skipta miklu máli í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni og fyr­ir inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins á Ís­landi. Í skýrsl­unni er gert ráð fyr­ir að inn­leið­ing hefj­ist í völd­um hverf­um í vor og yrði lok­ið vor­ið 2023.

Fjór­ir flokk­ar af sorpi og mögu­leiki á tví­skipt­um tunn­um

Í nýja sorp­hirðu­kerf­inu er lagt til að fjór­um úr­gangs­flokk­um verði safn­að við öll heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Úr­gangs­flokk­arn­ir eru:

  • Líf­rænn eld­húsúr­gang­ur
  • Blandað heim­il­iss­orp
  • Papp­ír og pappi
  • Plast­umbúð­ir

Kerf­ið er í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem taka gildi á lög­um um söfn­un á úr­gangi við heim­ili um ára­mót­in og er að Nor­rænni fyr­ir­mynd. Við til­lögu­gerð að hönn­un kerf­is­ins var haft að leið­ar­ljósi að breyt­ing­arn­ar verði eins þægi­leg­ar og ein­fald­ar fyr­ir íbúa og mögu­legt er og verða tví­skipt­ar tunn­ur í boði við heim­ili þar sem pláss er af skorn­um skammti. Þeg­ar um tví­skipt­ar tunn­ur er að ræða verð­ur líf­ræn­um eld­húsúr­gangi og blönd­uð­um úr­gangi safn­að í sitt­hvort hólfið í sömu tunn­unni og plast­umbúð­um ann­ars veg­ar og papp­ír og pappa hins veg­ar verð­ur safn­að í aðra tví­skipta tunnu.

„Skýrsl­an er nú til um­ræðu á vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna og er sú um­ræða mjög mik­il­væg. Sam­ræm­ing sorp­hirðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sér­söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi yrði mik­ið fram­fara­skref fyr­ir íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sveit­ar­fé­lög­in hafa unn­ið náið sam­an í sam­starfi við full­trúa SORPU und­an­farna mán­uði við gerð skýrsl­unn­ar og það er mín von að sveit­ar­fé­lög­in öll taki vel í til­lög­ur að inn­leið­ingu á nýju kerfi. Sam­ræmt kerfi yrði betra en ósam­ræmt kerfi og myndi auð­velda íbú­um að flokka úr­g­ang sinn. Það auð­veld­ar einn­ig fyr­ir­tækj­um sem með­höndla úr­gang­inn að koma hon­um í rétt­an far­veg,“ seg­ir Gunn­ar Ein­ars­son, formað­ur stjórn­ar SSH. „Sér­söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi er einn­ig mik­il­væg að­gerð til að GAJA geti unn­ið moltu úr líf­ræn­um eld­húsúr­gangi frá höf­uð­borg­ar­svæð­in.“

Í skýrsl­unni er lagt til að líf­ræna eld­húsúr­gangn­um verði safn­að í bréf­poka sem sveit­ar­fé­lög­in út­vegi íbú­um. Pok­arn­ir hafa gef­ist mjög vel á Norð­ur­lönd­un­um og skipta lyk­il­máli til að hægt sé að vinna not­hæfa moltu úr líf­ræn­um úr­gangi í GAJU. Dæmi um út­færslu í sér­býl­um og fjöl­býl­um má finna hér að neð­an og í skýrsl­unni sjálfri.

Fleiri og betri grennd­argám­ar

Til við­bót­ar við fjög­urra flokka kerfi við heim­ili er lagt til að grennd­ar­stöðv­anet­ið verði þétt og að gleri, málm­um, tex­tíl og skila­gjalds­skyld­um um­búð­um verði safn­að á grennd­ar­stöðv­um sem verða í um það bil 500 metra fjar­lægð frá hverju heim­ili. Stærri grennd­ar­stöðv­ar verða í um það bil 1.000 metra fjar­lægð frá hverju heim­ili og þar bæt­ast við gám­ar fyr­ir papp­ír og pappa, og plast. Hlut­verk end­ur­vinnslu­stöðva SORPU verð­ur óbreytt en þar geta íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins skilað öll­um helstu úr­gangs­flokk­um til með­höndl­un­ar.

Und­ir­bún­ing­ur og vinnsla verk­efn­is­ins

Verk­efn­ið um sam­ræmda úr­gangs­flokk­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er eitt af mörg­um áherslu­verk­efn­um Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024. Að sögn Páls Björg­vins Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SSH, er til­lögu­gerð­in og skýrsl­an um sam­ræmda úr­gangs­flokk­un nú í um­fjöllun hjá að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög­um SSH og von­ast er til að um­ræð­unni ljúki á næstu vik­um. Þá má að lok­um geta þess að fjöl­mörg önn­ur áherslu­verk­efni sókn­aráætl­un­ar eru nú í gangi m.a. drög að mót­un lofts­lags­stefnu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þessi tvö verk­efni eru stærstu verk­efn­in und­ir hatti um­hverf­is- og sam­göngu­mála inn­an sókn­aráætl­un­ar höfu­borg­ar­svæð­is­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00