Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með þrjár breyt­ing­ar­til­lög­ur á deili­skipu­lagi: Leir­vogstungu­mel­ar – End­ur­skoð­un stíga­kerf­is, Uglu­gata 14-20 – Breytt að­koma, Engja­veg­ur 6 – Auk­ið bygg­ing­ar­magn inn­an lóð­ar.

Til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ing

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með breyt­ing­ar­til­lögu á sam­þykktu deili­skipu­lagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Leir­vogstungu­mel­ar – End­ur­skoð­un stíga­kerf­is

Breyt­ing­in fel­ur í sér end­ur­skoð­un og ein­föld­un á stíga­kerfi at­hafn­ar­svæð­is að Leir­vogstungu­mel­um. Gang­stétt­um við þrjár göt­ur er þannig breytt úr því að vera beggja vegna götu í að vera að­eins öðru meg­in göt­unn­ar. Einnig er göngu­stíg­ur milli Bugðufljóts 7 og 9 í átt að Leir­vogsá felld­ur út. Um er að ræða breyt­ingu á deili­skipu­lagi At­hafn­ar­svæði á Tungu­mel­um (nr. 9412), sam­þykkt 24.09.2008. Leir­vogstungu­mel­ar eru at­hafn­ar­svæði 201-A skv. að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá 14. maí til og með 28. júní 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér hana og gert at­huga­semd­ir. Upp­drætt­ir eru einnig birt­ir á vef Mos­fells­bæj­ar á slóð­inni: mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 28. júní 2020.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
krist­innp[hja]mos.is

 


 

Til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ing

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með breyt­ing­ar­til­lögu á sam­þykktu deili­skipu­lagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Uglu­gata 14-20 – Breytt að­koma

Breyt­ing­in fel­ur í sér að að­koma að Uglu­götu verði um botn­langa vest­an við Vefara­stræti 8-14. Botn­lang­inn leng­ist um 25 m í átt að inn­keyrslu rað­hús­anna, gat­an frá Vefara­stræti er í landi Mos­fells­bæj­ar. Breyt­ing deili­skipu­lags­ins er vegna mis­hæð­ar í landi og lé­legs að­geng­is að hús­um í Uglu­götu 14-20, L212829. Breyt­ing þessi fel­ur í sér breyt­ingu á tveim­ur sam­þykkt­um skipu­lags­upp­drátt­um, Mið­svæði 1. áfanga Helga­fells­hverf­is (nr. 7794) stað­fest, 13.12.2006 og Uglu­gata 2-22 Helga­fells­hverfi 3. áfangi (nr. 13050), stað­fest 23.09.2015. Um er að ræða skipu­lags­breyt­ing­ar inn­an íbúð­ar­svæð­is 302-Íb skv. að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá 14. maí til og með 28. júní 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér hana og gert at­huga­semd­ir. Upp­drætt­ir eru einnig birt­ir á vef Mos­fells­bæj­ar á slóð­inni: mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 28. júní 2020.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
krist­innp[hja]mos.is

 


 

Til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ing

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með breyt­ing­ar­til­lögu á sam­þykktu deili­skipu­lagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynn­ing­ar­mál­um vegna breyt­ing­ar hag­að skv. 44. gr. um grennd­arkynn­ing­ar.

Engja­veg­ur 6 – auk­ið bygg­ing­ar­magn inn­an lóð­ar

Breyt­ing­in varð­ar að­eins lóð­ina Engja­veg 6 L177032 og fel­ur í sér stækk­un á bygg­ing­ar­reit og breyt­ing­ar á skil­mál­um um stærð­ir í töflu greina­gerð­ar. Bygg­ing­ar­reit­ur stækk­ar til vest­urs og heim­ilt verð­ur að reisa 130 m2 ný­bygg­ingu inn­an lóð­ar í stað 50 m2 við­bygg­ing­ar. Um er að ræða heim­ild fyr­ir bíl­geymslu með lít­illi íbúð í kjall­ara. Gild­andi deili­skipu­lag var stað­fest 21.01.2004.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá 15. maí til og með 21. júní 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér hana og gert at­huga­semd­ir. Upp­drætt­ir eru einnig birt­ir á vef Mos­fells­bæj­ar á slóð­inni: mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 21. júní 2020.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
krist­innp[hja]mos.is

 

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00