Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi: Frístundalóðir við Langavatn, tillaga að deiliskipulagi og spilda úr landi Miðdals 1, lnr. 125337, tillaga að deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi:
Frístundalóðir við Langavatn, tillaga að deiliskipulagi
Um er að ræða deiliskipulag fyrir frístundalóðir norðan við Langavatn. Svæðið er skorið úr tveim jörðum, Óskoti í vestri og Höfða í austri.
Tillagan felur í sér:
- Að skilgreina byggingareiti.
- Skilgreina lóðaskiptingu með því að skipta upp tveim lóðum sem liggja austast á svæðinu í fjórar 5000 m2 lóðir.
- Hámarkstærð bústaða fari eftir fermetrafjölda hverrar lóðar fyrir sig.
- Breyta lóðarmörkum lóða lnr. 125389 og lnr. 125390.
- Setja skilmála fyrir hús á svæðinu þannig þau falli vel að umhverfinu og að vönduð hönnun og framkvæmd skuli vera í fyrirrúmi.
Spilda úr landi Miðdals 1, lnr. 125337, tillaga að deiliskipulagi
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir frístundalóð í landi Miðdals 1. Að norðaustan afmarkast spildan af Bæjarlæk, að sunnan af Seljadalsvegi og landi Mosfellsbæjar að vestan.
Tillagan felur í sér:
- Að á svæðinu rísi látlaus, lágreist byggð frístundahúsa sem fellur sem best að landinu og umhverfi svæðisins.
- Lóðinni verði skipt upp í 5 lóðir. Stærð lóðanna A,B,C og D er um 0,5 ha hver. Stærð lóðarinnar E er um 0,72 ha.
- Hámarks byggingarmagn lóða A-D má vera allt að 120 m2 og byggingarmagn lóðar E má vera allt að 170 m2.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 4. Júlí 2018 til og með 8. ágúst 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 8. ágúst 2018.
4. júlí 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar