Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi: Vatnsgeymir í Úlfarsfelli – tillaga að deiliskipulagi og Heiðarhvammur í landi Miðdals – tillaga að deiliskipulagi.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi:
Vatnsgeymir í Úlfarsfelli – tillaga að deiliskipulagi
Um er að ræða nýtt deiliskipulag í austurhliðum Úlfarsfells fyrir iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi ásamt þjónustuvegi frá Skarhólabraut og lagnir neðanjarðar að og frá vatnsgeymi.
Vatnsgeyminum er ætlað að auka þrýsting á neysluvatni fyrir hverfin í Krikum og Mýrum. Lóðin kringum vatnsgeyminn er 9.294 m². Heimilt verður að reisa tvo 440 m² vatnstanka og þjónustubyggingu sem getur verið allt að 320 m². Hluti af aðkomuveginum mun liggja við eða inn á núverandi reiðleið.
Heiðarhvammur í landi Miðdals – tillaga að deiliskipulagi
Um er að ræða nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðarinnar lnr. 125323, stærð 25.093 m². Lóðinni verður skipt upp í fjórar lóðir, á hverjum byggingarreit verður heimilt að byggja allt að 150 m² heilsárshús og 30 m² geymslu. Mænishæð húsa má vera allt að 5,5 m frá gólfplötu. Aðkoma að lóðunum verður frá Hafravatnsvegi um núverandi veg.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 12. apríl 2019.
1. mars 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar