Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. febrúar 2019

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1.mgr. 43.gr skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi: Uglugata 2 – 22 og Bjarg­slund­ur 6 og 8.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1.mgr. 43.gr skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Uglugata 2 – 22
Breyt­ing­in fel­ur í sér til­lögu að nýrri að­komu­leið að hús­un­um 14 – 20 við Uglu­götu. Vegna land­fræði­legra að­stæðna færist að­koma að hús­un­um vest­ar og verð­ur á milli húss nr. 24 og nr. 14 – 20.

Bjarg­slund­ur 6 og 8
Breyt­ing­in fel­ur í sér að í stað tveggja ein­býl­is­húsa­lóða verði á lóð­un­um heim­ilt að byggja par­hús á tveim­ur hæð­um, með inni­byggð­um bíl­skúr. Heild­ar­stærð á hvoru húsi verði alt að 360 m². Nýt­ing­ar­hlut­fall breyt­ist úr 0,21 í 0,25 fyr­ir Bjarg­slund 6 og úr 0,24 í 0,29 fyr­ir Bjarg­slund 8. Að­koma verð­ur á efri hæð og há­marks­hæð þaks yfir kóta að­komu­hæð­ar er 4 m.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 22. fe­brú­ar 2019 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 5. apríl 2019.

22. fe­brú­ar 2019
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00