Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Uglugata 2 – 22 og Bjargslundur 6 og 8.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Uglugata 2 – 22
Breytingin felur í sér tillögu að nýrri aðkomuleið að húsunum 14 – 20 við Uglugötu. Vegna landfræðilegra aðstæðna færist aðkoma að húsunum vestar og verður á milli húss nr. 24 og nr. 14 – 20.
Bjargslundur 6 og 8
Breytingin felur í sér að í stað tveggja einbýlishúsalóða verði á lóðunum heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum, með innibyggðum bílskúr. Heildarstærð á hvoru húsi verði alt að 360 m². Nýtingarhlutfall breytist úr 0,21 í 0,25 fyrir Bjargslund 6 og úr 0,24 í 0,29 fyrir Bjargslund 8. Aðkoma verður á efri hæð og hámarkshæð þaks yfir kóta aðkomuhæðar er 4 m.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 22. febrúar 2019 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 5. apríl 2019.
22. febrúar 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.