Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Deiliskipulagsáfangi IV – spildur úr landi Hraðastaða – Mosfellsdal.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Spildur úr landi Hraðastaða – Mosfellsdal:
Landspilda með lnr. 193108: Við breytinguna er vegur sem er syðst á landinu felldur úr skipulaginu. Við það stækkar landið í 51.586 m² var áður 49.226 m². Aðkoma að landinu verður frá Helgadalsvegi.
Landsspilda með lnr. 219270: Breytingin felur í sér að landinu er skipt upp í fjórar lóðir, 10.000 m² hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús og bílskúr allt að 350 m², gestahús allt að 150 m² og annað húsnæði allt að 500 m². Aðkoma að lóðunum verður frá Helgadalsvegi inn á nýjan veg syðst í landinu. Nýtingarhlutfall er 0,1.
Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 17. apríl 2019 til og með 31. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 31. maí 2019.
17. apríl 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar