Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. apríl 2019

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi: Deili­skipu­lags­áfangi IV – spild­ur úr landi Hraðastaða – Mos­fells­dal.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Spild­ur úr landi Hraðastaða – Mos­fells­dal:

Land­spilda með lnr. 193108: Við breyt­ing­una er veg­ur sem er syðst á land­inu felld­ur úr skipu­lag­inu. Við það stækk­ar land­ið í 51.586 m² var áður 49.226 m². Að­koma að land­inu verð­ur frá Helga­dals­vegi.

Lands­spilda með lnr. 219270: Breyt­ing­in fel­ur í sér að land­inu er skipt upp í fjór­ar lóð­ir, 10.000 m² hver. Heim­ilt verð­ur að byggja íbúð­ar­hús og bíl­skúr allt að 350 m², gesta­hús allt að 150 m² og ann­að hús­næði allt að 500 m². Að­koma að lóð­un­um verð­ur frá Helga­dals­vegi inn á nýj­an veg syðst í land­inu. Nýt­ing­ar­hlut­fall er 0,1.

Til­lög­urn­ar verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 17. apríl 2019 til og með 31. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 31. maí 2019.

17. apríl 2019
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00