Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. júní 2019

Til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi í Stórakrika 59 og á Skar­hóla­braut 1 í Mos­fells­bæ.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Mos­fells­bær Krika­hverfi – Stórikriki 59

Deili­skipu­lags­breyt­ing­in fel­ur í sér að breyta lóð­inni úr ein­býl­is­húsalóð (Ep-Ia) í par­húsalóð (P-IIc), sbr. skipu­lag og skipu­lags­skil­mála Krika­hverf­is. Lóða­mörk og bygg­ing­areit­ur óbreytt. Nýt­ing­ar­hlut­fall óbreytt.

Skar­hóla­braut 1, Mos­fells­bæ

Breyt­ing­ing fel­ur í sér að Skar­hóla­braut 1 verð­ur skipt upp í tvær lóð­ir, Skar­hóla­braut 1 og 3. Á nýju lóð­inni, Skar­hóla­braut 3, skal skv. að­al­skipu­lagi vera versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði. Lóð­ar­stærð er 6580 m2, leyfi­legt er að reisa tveggja hæða hús með há­marks­hæð 8 m. Tvær nýj­ar að­komu­leið­ir verða frá Skar­hóla­braut. Nýt­ing­ar­hlut­fall er 0,30.

Til­lög­urn­ar verða til sýn­is í af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá 24. júní 2019 til og með 6. ág­úst 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 6. ág­úst 2019.

24. júní 2019
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00