Tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Stórakrika 59 og á Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Mosfellsbær Krikahverfi – Stórikriki 59
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að breyta lóðinni úr einbýlishúsalóð (Ep-Ia) í parhúsalóð (P-IIc), sbr. skipulag og skipulagsskilmála Krikahverfis. Lóðamörk og byggingareitur óbreytt. Nýtingarhlutfall óbreytt.
Skarhólabraut 1, Mosfellsbæ
Breytinging felur í sér að Skarhólabraut 1 verður skipt upp í tvær lóðir, Skarhólabraut 1 og 3. Á nýju lóðinni, Skarhólabraut 3, skal skv. aðalskipulagi vera verslunar- og þjónustusvæði. Lóðarstærð er 6580 m2, leyfilegt er að reisa tveggja hæða hús með hámarkshæð 8 m. Tvær nýjar aðkomuleiðir verða frá Skarhólabraut. Nýtingarhlutfall er 0,30.
Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 24. júní 2019 til og með 6. ágúst 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 6. ágúst 2019.
24. júní 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar