Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2020

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 og til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

Til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi

– Aukn­ing frí­stunda­byggð­ar í suð­ur­hluta Mos­fells­bæj­ar.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in fel­ur í sér að þétta frí­stunda­byggð á þrem­ur svæð­um sem liggja að nú­ver­andi byggð, ann­ar­s­veg­ar á svæði norð­an af Selvatni og hins veg­ar vest­an Dallands. Svæð­in eru skráð „Óbyggð svæði“ skv. gild­andi að­al­skipu­lagi.

Breyt­ing­in tek­ur til svæða með land­flokk­un­ar­reita­núm­er­in 540-F L.125202, 541-F L.125204, 543-F L.226500 og L.226501. Eng­in hús eru á svæð­inu en heim­ild­ir verða í sam­ræmi við að­al­skipu­lag um hámark eitt hús á 0,5 ha. Sam­an­lögð við­bót frí­stunda­svæð­is er 11,2 ha.

 

Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi

– Skipu­lags­mörk við Lyng­hól stækk­uð.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in fel­ur í sér að deili­skipu­lags­svæð­ið er stækkað til vest­urs og nær þá bæði utan um lönd­in L.125346 og L.125351. Ný lóð er 6.583 m2 og er stærð nýs bygg­ing­ar­reits 1.453 m2. Á lóð­inni má reisa bygg­ing­ar að heild­ar­magni 199 m2.

Gild­andi deili­skipu­lag var stað­fest 15. des­em­ber 2010 og önn­ur ákvæði þess verða óbreytt. Á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 er svæð­ið frí­stunda­byggð 524-F.

 

Til­lög­urn­ar tvær verða til sýn­is í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, fyrstu hæð, Þver­holti 2, frá 15. apríl 2020 til og með 29. maí 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semd­ir. Upp­drátt­ur eru einn­ig birt­ir á vef Mos­fells­bæj­ar á slóð­inni: mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar. Að­al­skipu­lagstil­lag­an er einn­ig til sýn­is hjá Skipu­lags­stofn­un, Borg­ar­túni 7b, Reykja­vík. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skip­ulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 29. maí 2020.

 

15. apríl 2020
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is

 

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00