Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi frístundalóða fyrir Sólbakka L125340 og deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðarhvamm, skv. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir fjórar frístundalóðir í Miðdalslandi, vestan Hafravatnsvegar og um 350 m frá gatnamótum Nesjavallavegar. Stærð lands er 2,1 ha. Ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir.
Samhliða er gerð minniháttar deiliskipulagsbreyting á landi Heiðarhvamms, til að skilgreina aðkomu að frístundalandi Sólbakka. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landið L125340 skilgreint sem frístundabyggð, F-521.
Tillagan er aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig kynnt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er til og með 21. maí 2023.
Skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: