Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. febrúar 2024

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti fundi sín­um þann 24.01.2024, að kynna til um­sagn­ar til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir at­hafna­svæði Flugu­mýr­ar, sbr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Meg­in við­fangs­efni deili­skipu­lags­ins er að skil­greina heim­ild­ir sem eiga að gilda um nú­ver­andi byggð at­vinnu­hús­næð­is að Flugu­mýri svo sem bygg­ing­ar­reiti, bygg­ing­ar­heim­ild­ir, bíla­stæði, úr­gangs­mál, gróð­ur­belti, frá­g­ang lóða og mögu­leg­ar lóðas­tækk­an­ir á lóð­um í Flugu­mýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36.

Deili­skipu­lags­svæð­ið sem er 7,2 ha af­markast af Skar­hóla­braut til suð­urs, íbúð­ar­byggð til vest­urs, óskipu­lögðu landi í Lága­felli til norð­urs og at­hafna­svæði Desja­mýr­ar til aust­urs. Að­koma að svæð­inu er frá Skar­hóla­braut og um Að­altún.

Sam­hliða er gerð tækni­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi Desja­mýr­ar þar sem deili­skipu­lags­mörk eru færð til og skipu­lags­svæði minnkað til sam­ræm­is við nýtt deili­skipu­lag Flugu­mýr­ar.

Deili­skipu­lag­ið og fylgigögn þess má finna inni í skipu­lags­gátt­inni.

Um­sagn­ir skulu berast með ra­f­ræn­um hætti í gegn­um skipu­lags­gátt­ina.

Um­sagna­frest­ur er til og með 25. mars 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00