Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti fundi sínum þann 24.01.2024, að kynna til umsagnar tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði Flugumýrar, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir á lóðum í Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36.
Deiliskipulagssvæðið sem er 7,2 ha afmarkast af Skarhólabraut til suðurs, íbúðarbyggð til vesturs, óskipulögðu landi í Lágafelli til norðurs og athafnasvæði Desjamýrar til austurs. Aðkoma að svæðinu er frá Skarhólabraut og um Aðaltún.
Samhliða er gerð tæknileg breyting á deiliskipulagi Desjamýrar þar sem deiliskipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.
Deiliskipulagið og fylgigögn þess má finna inni í skipulagsgáttinni.
Umsagnir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum skipulagsgáttina.
Umsagnafrestur er til og með 25. mars 2024.